Ekki bara veðrið, heldur líka verðið

Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins er að verða eins og Magnús Þór Hafsteinsson var á síðasta kjörtímabili. "Utanaðkomandi" þingmaður sem sýnir Vestmannaeyjum mestan áhuga. Alla vega hef ég ekki orðið var við Eyjamennina tvo í stjórnarliðinu vera eitthvað að tjá sig um málefni okkar.

Alla vega, Bjarni er í Eyjum. Heldur opinn stjórnmálafund í kvöld. Ætlar að ræða samgöngumál. Hann kom með Herjólfi í dag og var sú raun til þess að hann setur smá færslu inn á heimasíðu sína undir heitinu "rúgbrauð og rjómi í rigningunni"

Fyrrverandi samstarfskona mín, Guðbjörg á Fréttum fær hól frá Bjarna, bæði fyrir rúgbrauðið og rjómann. En hann er eftir sig eftir Herjólfsferðina.

Ekki bara veðrið, heldur líka verðið. 

Sjóferðin var líklega ekkert spes, skítaveður. 

En þó er það ekki sjóriðan sem sat eftir þegar kom í land, heldur hversu létt pyngjan var. Bjarni segist hafa borgað fjögur þúsund "fyrir að koma einum bíllausum kalli yfir sundið," eins og hann orðar það og segir að lokum: "Dýr tollur fyrir þá sem búa hér..."

Gott að þingmaður er á þessari skoðun...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er gott að sjá eitthvað blóð í einhverjum af þessum þingmönnum sem eru þarna fyrir Suðurland, en það er alveg lygilegt að alltaf skulu þingmennirnir í stjórnarandstöðunni sinna vestmannaeyjum, eru Vestmannaeyjar ekki nógu merkilegar fyrir háu herrana í sjálfstæðisflokknum og samfylkingu?

Merkilegt finnst mér líka hvað það heyrist akkurat ekki múkk í Árna Johnsen um eyjamálin það síðasta sem ég heyrði af honum var að hann var að gefa flatskjái í fangelsi. Er ekki betra að gefa kannski andvirði þessara flatskjáa til fólks sem á erfitt t.d einstæðra foreldra sem varla ná endum saman og sjá kannski framá döpur jól því jú ekki hafa þau gert neitt af sér og finnst mér fáranlegt að dæmt fólk s.s fólk sem er í fangelsi skuli njóta betri munaðar en margar fjölskyldur í landinu. 

hjölli (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 21:27

2 Smámynd: Grétar Ómarsson

Hann Bjarni er öflugasti talsmaður Eyjamanna á þingi, hvað sem hver segir. 

Árni Johnsen er að sanna það að hann sinnir sínu fólki, þ.e.a.s. bræðrum sínum á litla hrauni.

Við erum ekki hans fólk, vá hvað þetta kemur á óvart NOT!

Lúlli er sorglega dapur í málum sem snerta Eyjarnar, ég er alltaf jafn hissa hversu sterka stöðu hann hefur hjá Eyjamönnum þrátt fyrir að hún fari dvínandi undanfarin ár.

Nú ætla ég að spá því hér og nú að Lúðvík þurkist út í næsta prófkjöri samfylkingar á suðurlandi, ég sé ekki einn einasta Eyjamann styðja við bakið á honum nema kannski foreldra og ættingja, ef hann verður heppinn. 

Grétar Ómarsson, 31.10.2007 kl. 13:39

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góður Grétar með bræður Árna og er ég sammála þér í þessari athugasemd.

Helgi Þór Gunnarsson, 2.11.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband