Hver man ekki eftir Andrésar andar blöðunum? Fyrstu blöðin sem ég sá voru á dönsku en maður hló af myndunum. Svo var farið að þýða þetta yfir á íslensku. En ég hélt áfram að hlæja af myndunum.
Ein persónan var frændi Andrésar, Jóakim aðalönd. Forríkur og hafði frændann og synina í vinnu við að passa sína peninga. Þrátt fyrir fjall af seðlum þá fannst honum hann fátækur. Hann svaf ekki af áhyggjum af Bjarnarbófunum. Að þeir gætu hnuplað brotabroti af auðæfum hans.
Mér datt Jóakim aðalönd í hug þegar ég heyrði af vaxtahækkunum bankanna á íbúðarlánum. Bankar sem á þriggja mánaða fresti senda frá sér yfirlýsingar um milljarðahagnað. Þeir eru komnir með íbúðarlánavexti yfir 7%. Það eru venjulegir vextir í mörgum löndum á bankalánum...og það óverðtryggðum í þokkabót!
Bankastjórarnir sofa ekki á nóttinni þar sem þeir halda að almúginn sé að græða á þeim, eða öllu heldur að þeir séu ekki að græða nóg á almúganum.
Það eru þrjú lönd í heiminum sem eru með verðtryggingu á lánum. Ísland, Ísrael og Brasilía!! Eigum við heima á þessum lista?
En hvað getum við gert? Getum við leitað annað? Nei. Við erum bundin af samningi við bankanna. Ef við verslum ekki við þá þá hækka þeir einfaldlega vextina.
Mér skylst að í Danmörku séu húsnæðislánavextir rúmt prósent.
Af hverju erum við í þessari stöðu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.11.2007 | 22:29 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér Sigursveinn. Það sem mér þyki einkennilegast við þetta allt saman er, að við röflum öll yfir ósvinnuna sem yfir okkur gengur og setjumst svo á rassinn án þess að gera neitt frekar. Velti því stundum fyrir mér, hvenær fólki finnst komið nóg.
Þorkell Sigurjónsson, 9.11.2007 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.