Þætti gaman að vita hver stendur á bakvið undirskriftarlistann sem nú liggur frammi í verslunum hér í bæ. Þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að láta fara fram kosningu um Bakkafjöru. Sá listann í Vöruval og þar voru nokkrir búnir að skrifa undir.
Hverjir eru sérfræðingarnir sem hrópa hvað hæst gegn Bakkafjöru? Ég hef hitt fólk sem er á móti Bakkafjöru. Eins hef ég hitt fólk sem er fylgjandi Bakkafjöru. En enginn af þeim sem ég hef hitt hefur byggt eina einustu höfn.
Hvar eru þeir sem byggt hafa hafnir á Íslandi? Það voru meira að segja virtir fræðingar sem hrópuðu úlfur, úlfur þegar talað var um Hvalfjarðargöng. Fagmenn sem töluðu um mesta verkfræðislys Íslandssögunnar. Þessir menn þurftu að taka aftur stóru orðin. Þeir sem berjast nú á móti Bakkafjöru hafa enga slíka sérfræðinga með sér í liði. Segir það ekki eitthvað?
Framfarir hafa alltaf verið umdeildar. Menn eru hræddir við það ókunna. Ég get ekki sagt hér og fullyrt að Bakkafjara verði brjálæðisleg bylting fyrir okkur. En ég get heldur ekki sagt að hún verði fáránlegt flopp...Ég treysti einfaldlega á þá sem hafa VIT á því að byggja hafnir.
Ég stend enn við það að við þurfum engar kosningar. Við kláruðum þær í síðustu bæjarstjórnarkosningum.
Eyjamenn hafa síðasta áratuginn verið að spá í bættum samgöngum. Síðustu ár hafa farið í það að skipta Vestmannaeyingum í þrjár fylkingar. Jarðgangasinnar, Bakkafjörusinnar og Þorlákshafnarsinnar. Þegar jarðgöngin voru blásin af skiptust Eyjamenn í tvo hópa. Það er komið nógu langur tími í að bíða og ræða hlutina. Nú er tími framkvæmdanna.....í Bakkafjöru.
Stundum held ég að stór hluti Eyjamanna þjáist af valkvíða...
En það er kannski bara í hugarheimi mínum.
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 779
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Minni líka á einn sem talaði um núverandi Herjólf sem "sjálfsmorðsfleytu" Hann er nú ekki enn sokkinn... þrátt fyrir að þessi maður hafi siglt skipinu í nokkur ár á eftir!
En ég er sammála þér... var akkurat að blogga um þetta áðan. Það er búið að taka ákvörðunina, látum vaða og hættum þessu tafsi...
Sigþóra Guðmundsdóttir, 15.11.2007 kl. 01:12
Það er merkilegt hvað þeir sem styðja Bakkafjöru eru hræddir við kosningu.
Georg Eiður Arnarson, 15.11.2007 kl. 07:01
Þetta snýst ekki um að vera hræddur við kosningar, Goggi. Þetta snýst um það að vilja sneiða hjá óþarfa töfum á framförum í samgöngum, og að vera ekki að henda peningum bæjarbúa í að kjósa um eitthvað sem þegar er búið að kjósa um með afgerandi niðurstöðum.
Kosningar sem þessar kosta pening. Pening sem ég hugsa að útsvarsgreiðendur í Eyjum vilji frekar að verði varið í gagnlegri verkefni en að kjósa um mál sem kosið var um fyrir rúmu ári.
Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 15.11.2007 kl. 08:44
Góður pistill Svenni.
Það er búið að kjósa um þetta, flokkarnir höfðu sín stefnumál fyrir síðustu kosningar, Sjálfstæðisflokkurinn með Bakkafjöru, Frjálslyndir með stærra skip til þorlákshafnar, það þarf ekkert að tvíunda hvernig sú kosning fór, nú eru þeir sem valdið hafa að fylgja sínum málum úr hlaði og nú er vonandi að allt gangi upp og þessi framkvæmd verði innan tímamarka því samngöngbætur eru ekki eitthvað sem dragast má á langinn hérna, sérfræðingarnir og þeir sem hafa reynsluna í hafnargerð segja þetta meira en hægt, ef við hlustum ekki á þá heldur rök eins og "bull, þetta er ekki hægt", eða "ég sé þetta ekki gerast" og álíka þá verða aldrei neinar framfarir hérna í Eyjum. Ef Eyjamenn halda áfram að veltast í hringi með samgöngurnar og segðu allt í einu stopp við Bakkafjöru þá er ég hræddur um að hér verði engar samgöngubætur næstu árin, það þarf ekki að líta lengra en til Reykjavíkur að fordæmi, þar brölti R-listinn með hugmyndir um Sundabrautina fram og tilbaka og það hefur kostað Reykvíkinga að ekkert gerðist í 12 ár!!!
Það verður aldeilis fínt fyrir öll þau sem eru sjóveik (og eru þau nú allmörg) að þurfa ekki að hugsa um leið og dallurinn fer úr höfn að framundan taki við 2 til 3ja tíma "helvíti" af gubbi og viðbjóði þar sem oft fullorðið fólk er svo sjóveikt að það nær varla að hugsa um börnin sín á leiðinni.
Það verður ljúft eftir fáein ár að vera varla kominn úr höfn í eyjum þegar maður er kominn á fastalandið
Steini (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 11:03
Ég er ekkert að segja að undirskriftarlistarnir séu eitthvað glatað fyrirbæri, alls ekki! En þiggjum það sem er verið að rétta okkur og ef það floppar þá vorum það ekki "við" sem báðum um þetta og hægt að agnúast út í!!! Ef þið skiljið hvað ég á við
Sigþóra Guðmundsdóttir, 15.11.2007 kl. 11:18
Ágúst Sigurðsson skrifar í DV 29. febrúar 1996:
"Hér er rennt blint í sjóinn, í þeirra orða fyllstu merkingu, með gerð ganganna og þau eiga því miður eftir að verða stór og mikil martröð allrar þjóðarinnar á komandi árum. Mótmæli verða því að koma fram."
Magnús Bragason, 15.11.2007 kl. 20:08
Blessaður Sigursveinn, maður þarf ekki að vera sérfræðingur þó maður lesi sig til um hin ýmsu málefni, það sem er hvað verst í þessari umræðu að Bakkafjörusmiðir hafa ekki tjáð sig um málefnið í langan tíma, til dæmis hvernig á að leysa hin ýmsu vandamál sem ég veit að munu koma upp, þeir tala til dæmis ekki um það hvað er búið að gera upp í Þorlákshöfn varðandi hafnargarðanna þar, ég á föður sem er búin að búa þar í 18 ár og hann hefur furðað sig á því við mig hvað er ekkert talað um það hvað er búið að bæta mörgum metrum ofann á garðanna þar, svo finnst mér svona könnun gott mál, það er lýðræði í landinu er það ekki?
Helgi Þór Gunnarsson, 16.11.2007 kl. 21:35
Það er mitt álit, að fljótlegasta leiðin hefði verið að fá nýjtt stærra og hraðskreiðara skip á milli Eyja og Þorlákshafnar. En úr því sem komið er, verðum við að standa að baki Bakkafjöruframkvæmdum.
Þorkell Sigurjónsson, 17.11.2007 kl. 21:30
Það var einhver sem sagði fyrir stuttu,
Ætli fólk í Vík tæki skip til Þorlákshafnar frekar en að aka sömu leið ef það hefði möguleika á því?.
Grétar Ómarsson, 20.11.2007 kl. 19:12
hehe, nákvæmlega Grétar, ég hélt að takmarkið væri að stytta ferðatímann mill lands og eyja og þá sérstaklega sjóleiðina eins mikið og hægt er enda er það þessi blessaða sjóferð sem hið venjulega fólk hefur ekki beint mikinn áhuga á.
Svo finnst manni mjög skrítið að sjá allt í einu ákv. bakkafjöruhatara :) setja enn eitt dæmið skringilega upp en það er sett þannig upp að þessi akstur frá Bakka til RVK sé nánast lífshættulegur í hvert einasta skipti sem farið er í bíl þarna á milli, nánast að það séu meiri líkur á að lenda í slysi þarna á leiðinni en ekki, en samt sem áður var þetta sama fólk að styðja göngin, er ég eitthvað að misskilja en þarf ekki að aka sömu leið úr göngunum til RVK og frá Bakkafjöru til RVK?
Steini (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.