Sá á eyjafréttum að búið væri að afhenda Elliða bæjarstjóra undirskriftalistann. Það voru 434 sem skrifuðu undir. Ég spyr mig hvort þetta muni eitthvað breyta afstöðu bæjaryfirvalda til málsins? Ég leyfi mér að efast um það.
Til þess held ég að undirskriftirnar séu of fáar. Segjum að þau hafi fengið rúmlega helming bæjarbúa, yfir sextán ára aldri til að skrifa undir þá hefði það verið ákveðin pressa. En þetta er engin pressa. Það er bara brosað framan í myndavélarnar, þakkað fyrir og svo fer listinn sína leið.....ofan í skúffu.
Og réttilega. Ekki misskilja mig, mér finnst þetta gott framtak. Ég skrifaði ekki undir enda mín skoðun áður komið fram á þessari síðu. En þetta var gott framtak og takið eftir að listinn er opin í báða enda. Bæði þeir sem eru með Bakkafjöru og á móti gátu með góðri samvisku skrifað undir, vildu þau kjósa á annað borð.
Eigum við þá að snúa okkur að næsta skrefi?
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 779
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já mikið rosalega vildi ég að fólk myndi fara að berjast saman að því sem skiptir máli eins og hvað skipið á að vera stórt hvað margir eiga að vera í áhöfn, hvað á að kosta hérna á milli, hvernig samgöngur verða á milli bakka og rvk og fleiri mál sem koma bakkafjöru við.
hjölli (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 19:54
Já næsta skref er að fá verulega lækkun fargjalda með Herjólfi í dag.
Það er eina raunhæfa "mótvægisaðgerðin" sem snýr að hinum venjulega Eyjamanni ,sem þarf að nota "þjóðveginn" .
Kveðja
GFG
GUÐNI FRIÐRIK GUNNARSSON (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.