Ef menn vilja líta á björtu hliðarnar þá koma þeir Frank Lampard, Steven Gerrard, John Terry, Rio Ferdinand, Peter Crouch og hinar "stjörnurnar" úthvíldir inn í næsta keppnistímabil á Englandi. Þeir fá langt og gott sumarfrí og geta þakkað varamarkverði Liverpool fyrir. Hugsa sér að varamarkvörður Liverpool sé aðalmarkvörður enska landsliðsins! Reyndar er hann í láni hjá Aston Villa en samt...
Annars virðast Englendingar líta svo fjandi stórt á sig að þeir fögnuðu ógurlega sigri Ísraels á Rússum sem gaf þeim tækifæri á að komast áfram. Þeir virtust líta á það sem formsatriði að vinna Króatíu. England hefur ekki verið í heimsklassa síðan 1966. Hvert stórmótið á fætur öðru eru vonbrigði og einstaka leikmenn eru þá teknir fyrir í enskum fjölmiðlum og flakaðir. Þeir þurfa alltaf að finna blóraböggul.
Paul Robinsson hefur verið skotmarkið síðustu vikurnar. Það varð úr að McClown (eins og sumir veðmiðlar kalla landsliðsþjálfarann, Steve McClaren) þoldi ekki pressuna og tók hann úr markinu og setti Scott Carson í markið. Líklega djarfasta ákvörðun hans (enda með eindæmum íhaldssamur á mannskap) og um leið sú ákvörðun sem kostar hann starfið.
Hann verður rekinn í dag en hver tekur við?
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.