Það var kominn tími til að þessi umræða næðist inn á þing. Reyndar hef ég ekki séð þetta, spurning hvort það voru einhverjir aðrir en Árni og Kristján sem tóku þátt í umræðunni?
Kristján segir það bagalegt að skipið hafi þurft að fara í slipp. Hver voru viðbrögð hans ráðuneytis og stofnana? Að skilja svoleiðis við þetta að ekkert kom í staðinn. Jú, Selfoss á að sigla hingað á morgun...
Annars var ég að lesa yfir þessar fimm bloggfærslur um fréttina sem voru komnar þegar þetta er skrifað. Það er þetta venjulega, einn talar um fanganýlendu, annar um að flytja alla Eyjamenn bara vestur á firði !!! og sá þriðji telur Eyjamenn ekki með öllum mjalla að ætlast til að fá nýtt skip og Bakkafjöru...
Samgöngur í dag eru í ólestri. Um það snýst málið. Ekki um Bakkafjöru.
Svo skulum við alveg hafa það á hreinu að það gæti hreinlega verið ódýrara fyrir ríkið að selja núverandi Herjólf og leigja skip þar til Bakkafjara er tilbúinn.
Ég hef fengið mikil viðbrögð við síðustu færslu um umburðarlyndið. Heyrist á fólki að það sé orðið langþreytt á ástandinu.
En hvað er til ráða?
Við getum ekki látið það yfir okkur ganga að þetta sé nógu andskoti gott handa okkur. Við eigum miklu meira skilið frá þessum háu herrum í höfuðborginni.
Eyjamenn hafa ekki verið og verða ekki þurfalingar á þjóðinni.
Við eigum betra skilið.
Nýr Herjólfur nauðsynlegur strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 5.12.2007 | 17:28 (breytt kl. 17:29) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það er alveg magnað að sjá hvernig fólk hugsar til okkar hérna úti. Annars er ég nú ofan af landi, sem sagt A.K.P., er búin að búa hérna í tæp 4 ár. En hér vil ég búa, líður yndislega hérna og finnst ég eiginlega bara orðinn þó nokkur Vestmannaeyingur! Alla vega sárnaði mér virkilega að lesa þessar bloggfærslur við fréttina.
Er ekki málið bara að gera eitthvað nógu róttækt til að vekja athygli á ástandinu. Fjölmenna á bílum, og flauta fyrir utan Alþingishúsið - leggja bílunum okkar á Vesturlandsveginn og loka leiðinni inn í, og út úr Reykjavík - fólk hlekki sig saman og setjist yfir Vesturlandsveginn (kannski svolítið drastískt - en samt!?).
Maður heyrir allavega fólk í kringum sig rosalega óánægt með þetta ástand. Takk fyrir mig.
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 17:53
Akkurat malid, thetta snyst ekki um Bakkafjoru. Bakkafjoruhofn er framtidarlausnin i samgongumalum en nuna vantar skammtimalausn thangadtil hun kemur.Og tha erum vid litid betur sett med "annad skip i stadinn fyrir Herjolf". Malid er annad skip sem siglir a moti Herjolfi. Thartil bakkafjoruhofn kemur.
Haraldur Sverrisson, 5.12.2007 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.