Það hefur fallið dómur

Nýverið hafa fallið tveir dómar sem snerta Eyjamenn nokkuð. Annars vegar nýlegur dómur mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið og hins vegar dómur héraðsdóms Suðurlands um akstur um borð í Herjólfi. 

Svolítið langt á milli þessara dómstóla...

Þetta er athyglisverður dómur um kvótakerfið og spurning hverjar afleiðingarnar verða. Ég spái nú að þær verði ekki miklar en samt sem áður hljóta menn að skoða málin í kjölfarið. En hversu sanngjarnt er það gagnvart þeim fjölmörgu sem fjárfest hafa í aflaheimildum síðan kerfið var sett á?  Ég held að það sé ekki hægt að umturna kerfinu. En það kemur nú allt í ljós.

Hinn dómurinn snýst um mann sem færði bíl sinn um borð í Herjólfi. Hann var réttindalaus og kærður fyrir það. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri líkt og að keyra bíl á þjóðvegum landsins þar sem Herjólfur er talinn þjóðvegur. Þetta kemur fram hjá honum Júlla Vaktmanni í dag.

Þar höfum við það.  

Yfirleitt halda stjórnmálamenn þessu á lofti rétt fyrir kosningar eða þegar þeir vilja skora stig í umræðunni en þegar á hólminn hefur verið komið þá vilja nú fæstir stjórnarmenn þessa þjóðar kannast við þetta. Skemmst er að minnast ummæla Vegagerðarinnar að það sé hreinlega ekki þeirra mál að halda úti samgöngum við Vestmannaeyjar. Mátti lesa það út úr ummælunum að þessi rekstur væri nú af hreinni góðmennsku haldið úti fyrir eymingjanna í Eyjum.

Spurning hvort þetta breyti einhverju í viðhorfi embættismanna?

Nei, ætli það... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Svenni  góð spurning fyrir samgönguráðherran á sunnudaginn

Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband