Reykjavíkurfarsi

Farsinn í Reykjavík núna minnir um margt á ástandið í bæjarpólitíkinni í Eyjum á síðasta kjörtímabili.  Þá voru myndaðir þrír meirihlutar á tímabilinu, reyndar voru ekki fleiri möguleikar fyrir hendi en í Reykjavík á eftir að koma í ljós hvort þau slá metið.  Tveir bæjarstjórar sátu en það stefnir í fjóra í borginni.

Hættan á þessu er alltaf til staðar þegar inni í sveitarstjórnum eru „sólóistar“ Raunar finnst mér fáránlegt, hvað sem viðkomandi heitir að einn fulltrúi geti tekið ákvarðanir án þess að bera það undir varamann sinn eða baklandið.

Þannig var í Eyjum að fulltrúi framsóknar ákvað að slíta meirihlutasamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn í óþökk varamanns síns . Hún sagðist enn styðja gamla meirihlutann. Það kom aldrei til að á það reyndi, eftir því sem ég best veit, enda sat Andrés alla fundi. Reyndar þurfti að fresta einum vegna þess að hann var veðurtepptur...

Ári seinni slitu vinstri menn með Lúðvík Bergvins í farabroddi samstarfinu við Andrés og þá var bara einn leikur eftir í stöðunni. Samstarf vinstri og hægri. Það gekk eftir og aldrei hefur eins sterkur meirihluti starfað í Eyjum. Sex saman gegn einum í minnihluta.  Ætli slíkt hið sama gerist í Reykjavík á kjörtímabilinu, sjálfstæðismenn gefast upp á Ólafi (eða öfugt) og sterk stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verði mynduð? Sé það reyndar ekki gerast en ekki átti ég von á samstarfi Arnars og Lúðvíks á sínum tíma...

Það var svolítið kímlegt að hlusta á tjarnarkvartettinn í gærkvöldið.  Björn Ingi talaði um farsa, Margrét (varamaðurinn) sagðist ætla að fella meirihlutann um leið og hún hefði tækifæri til, Svandís var sár, það sást og Dagur B talaði um ósannindi og lýsti deginum og samskiptunum við Ólaf.  Það var svolítið hlægilegt að heyra Dag tala um svik, að segja ósatt og fleira í þeim dúr.  Fyrir rétt rúmum 100 dögum var hann í sömu stöðu og Vilhjálmur var í gær. Dagur sat við hliðina á Björn Inga þegar fyrri meirihlutinn sprakk og Björn var alltaf á leiðinni á fund til þeirra en kom aldrei. 

En á meðan lögin eru svona vitlaus getur einn maður tekið sig til og myndað meirihluta hægri vinstri. Ólafur er í fullum rétti og ef einhver efast um það getur sá hinn sami fengið upplýsingar úr Eyjum hvernig þetta virkar. Ólafur má ekki skipta um varamann (úrskurður félagsmálaráðuneytis fyrir því), hann þarf ekki að bera þetta undir neinn og ekki er hægt að fara fram á nýjar kosningar.

Eyjamenn – frumkvöðlar í svo mörgu Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Svenni þetta er svolítið spes en hvað er ekki hægt að leggja á sig fyrir tímabundin völd. Hef pínu gaman af þessu úr fjarska en finnst þetta ekkert spennandi þannig séð - ég velti því stundum fyrir mér hvernig þetta fólk allt saman er í samskiptum í daglega lífinu. En svona lið er líka í kringum fótboltann biddu fyrir þér 

Gísli Foster Hjartarson, 22.1.2008 kl. 15:56

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Já Svenni þetta er svolítið spes en hvað er ekki hægt að leggja á sig fyrir tímabundin völd. Hef pínu gaman af þessu úr fjarska en finnst þetta ekkert spennandi þannig séð - ég velti því stundum fyrir mér hvernig þetta fólk allt saman er í samskiptum í daglega lífinu. En fyrst að þú ert kominn í  knattspyrnuráð, þá er svona lið líka í kringum fótboltann - biddu fyrir þér

Gísli Foster Hjartarson, 22.1.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband