Hvenær flutti ég aftur norður?

Maður er farinn að tala með norðlenskum hreim í öllum þessum snjó.

Það er margt sem Íslendingar setja samasemmerki við þegar talið berst að Vestmannaeyjum.  Rokið á Stórhöfða kemur þar sterkt inn, Þjóðhátíðin með öllum sínum sjarma, Árni Johnsen, lundinn og svo margt fleira. En yfirleitt dettur fólki ekki í hug snjóþyngsli enda stoppar snjórinn yfirleitt ekki lengi á Heimaey.

Síðustu tvær vikur hefur allt verið á kafi í snjó. Alla vega á Vestmannaeyskan mælikvarða. Ég er búinn að vera að bíða eftir almennilegri rigningu frá því í byrjun janúar.

En nú neyðist ég til að fara að moka helv.... tröppurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Vídó

Sæll Svenni.
Ef að þú mátt vera að þá máttu gjarnan senda mér eins og eina skeið af snjó hingað í alpana. Salzburg er í 650 m hæð og hér hefur snjóað 6 sinnum í vetur og sá snjóg hefur farið strax.

Kjartan Vídó, 27.1.2008 kl. 07:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband