Möller skorar

 

Ég var svolítið ánægður með Kristján Möller alþingismann í viðtali á Stöð 2 í gærkvöldi. Þannig var þrátt fyrir að spyrillinn hafi margspurt hann sömu spurninganna aftur og aftur þá var hann þolinmóður og kom rólega sínum sjónarmiðum á framfæri.

Spyrillinn vildi vita hvort Kristjáni fyndist það vera rétt forgangsröðun að ráðast í jarðgöng á meðan Sundabraut í Reykjavík væri ókláruð.  Kristján sagði jarðgöngin vera fyrir alla Íslendinga, líkt og Sundabrautin yrði líka fyrir alla Íslendinga, það er þegar búið væri að undirbúa það mál. Ennþá á teikniborðinu.  Eins sagði hann að forgangsröðunin væri slík að búið væri að berjast í 15 ár fyrir göngum sem núna loksins eru komin á dagskrá.

Svo kláraði hann alveg umræðuna í restina þegar hann sagðist hafa verið að skoða fjárlögin og tók eftir að um 700 milljónir færu í jarðgangaframkvæmdir á árinu en til dæmis kostaði rekstur Þjóðleikhússins rúmar 600 milljónir...

En svona til gamans tók ég nokkra þætti úr menntamálaráðuneytinu varðandi kostnað:

Íslenski dansflokkurinn 96 milljónir

Þjóðleikhúsið: 610 milljónir

Sinfóníuhljómsveit Íslands: 303 milljónir

Listasjóðir: 305 milljónir

Kvikmyndamiðstöð Íslands: 463 milljónir

Listir - framlög: 702 milljónir. (Svolítið vítt, listir-framlög?? Bíddu, hvaða framlög eru þetta eiginlega??)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband