Bush og loftslagið

Ég horfði af athygli á þáttinn "60 minutes" í gær á Stöð 2. Hann fjallaði um hlýnun jarðar og viðbrögð við því.  Nú er ég langt frá því að vera einhver sérfræðingur í þessum efnum. Hef í sjálfu sér ekki nennt að setja mig inn í þessi mál en þátturinn í gær vakti mig til umhugsunar um framtíð jarðarinnar. 

Það var ansi svört mynd sem vísindamenn drógu upp af ástandinu.

En það sem vakti sérstaka athygli mína var ritskoðun Bush og félaga í Bandaríkjunum á skýrslum vísindamanna. Lýðræðisvörðurinn Bush lætur lögfræðinga fara yfir hvert einasta orð sem vísindamenn segja og breyta þannig að skýrslan sýni mun bjartari mynd en raunin er, samkvæmt vísindamönnum.

Og lögfræðingurinn sem um ræðir hætti svo í Hvíta húsinu og hvar fór hann að vinna? Jú, hjá Exxon olíufélaginu...

Kommúnisminn er líklega versti óvinur Bandaríkjamanna. Menn sem aðhylltust slíka hugsjón voru sendir fyrir sérstakan dómstól í USA. Sovétríkin voru verstu óvinirnir.

En mikið rosalega finnst mér Bush kominn nálægt kommúnismanum með þessari ritskoðun... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband