Tvö samfélög á Íslandi

Það er orðið staðreynd á Íslandi að hér búa tvær þjóðir. Annars vegar borgarlýður og hins vegar landsbyggðarpakk.

 

Borgarbúar og íbúar nálægra sveitarfélaga búa við mikla þenslu, blokkir rísa í nýjum og nýjum hverfum upp um alla hugsanlega hóla í nágrenni Reykjavíkur og svo slæmt er ástandið að fólk fer í vinnu að morgni og ratar varla heim til sín að kveldi! Fólk lifir hratt og hátt. Þriggja herbergja íbúð í blokk á 25 til 30 milljónir þykir vel sloppið og auðvitað verða að vera tveir bílar á heimilinu. Fólk lifir hátt, auk bílanna er það sumarbústaður sem er nauðsynlegur til að komast úr borgarstressinu.

 

Landsbyggðarpakkið skilur hins vegar ekkert í þessu. Það á einbýlishús sem kostar innan við 20 milljónir, einn bíll dugar enda ekki langt endilega á milli staða. Nýbyggingar ná athygli lókal fjölmiðla, það á að fara að byggja!! Fólk lifir fyrir daginn í dag, flestir velta því fyrir sér að flytja á mölina. Þeim finnst það vera að missa af góðærinu. Það kom aldrei vestur/suður/norður...(núna kannski austur?)

 

Í dag miðast þjóðfélagið og efnahagsstjórnin við hvað er gott fyrir borgarsamfélagið. Allt tekur mið af Reykjavík og nágrenni. Það er kannski ekki skrýtið, sé litið á það að meirihluti landsmanna býr þar. Það þarf bara að viðurkenna það, hætta þessari bölvuðu vitleysu um landsbyggðarstefnu og fleira í þeim dúr. Ráðamenn eiga að viðurkenna að stefnan er að uppbygging Íslands fari fram á litlum bletti á suðvestur horni landsins. Þá fyrst getur landsbyggðin farið að líta raunsætt á framtíðina, við (þ.e. pakkið) lifum í blekkingu í dag. Við höldum virkilega að ríkið ætli sér að gera eitthvað til að bæta lífskjör okkar eða búsetuskilyrði. Ja hérna...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband