Hún er athyglisverð deilan sem virðist risin milli nágrannana hér í Eyjum og upp í Rangárþingi. Um eignarhald á Landeyjahöfn.
Heldur finnst mér dapurt hjá grönnum okkar að svíkja fyrri orð sín um eignarhald og krefjast nú meirihlutaeigu. Meira að segja hef ég séð skrifað af íbúum þar að ekkert nema eðlilegt væri að Rangárþing eystra ætti höfnina 100%.
Ríkið ætlar því að eiga höfnina. Er það vænlegt?
Svo spyr ég hvort það sé sanngjörn krafa hjá okkur að vilja ráða höfninni þar? Hún er ekki í okkar sveitarfélagi og í raun væri þetta svipað og við færum fram á eignarhald í Þorlákshöfn, eða hvað?
Hins vegar er alveg ljóst að það eru miklir hagsmunir hjá okkur varðandi þessa höfn. Við sjáum það vel í rekstrarformi Herjólfs í dag að það er bölvanlegt að forræðið færist suður.
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 779
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigursveinn, ég er sammála þér. Allveg rétt hjá þér Ragna þetta eru slæmar fréttir ofan úr sveit. Kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 18.3.2008 kl. 23:54
Ég verð nú að segja það að ég hallast mest á að sveitavargurinn eigi að eiga meirihluta í þessu en að sjálfsögðu ekki nein 100% .. Það verður samt gaman að sjá hvað verður... Ríkið má allsekki eiga þetta að mínu mati
Stefán Þór Steindórsson, 19.3.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.