Það hefur verið nóg að snúast í kringum prófkjörin í Suðurkjördæmi síðustu daga. Prófkjör Samfylkingarinnar búið þó enn sé ekki búið að telja og sjálfstæðismenn með prófkjör um næstu helgi.
Samfylkingin fékk í sínu prófkjöri alveg skýr skilaboð um hvað þarf að berjast fyrir varðandi Vestmannaeyjar næstu fjögur árin. Bættar samgöngur, enda kjörgögnin tvo sólahringa á leiðinni upp á land.... :-)
Það var frábær þátttaka hjá Samfylkingunni í Eyjum. 1200 atkvæði, það er 40% kosningabærra manna í Eyjum. Það er meira heldur en fylgi V-listans var í bæjarstjórnakosningunum í vor. Það var stemmning fyrir þessu prófkjöri og þar held ég að fjöldi Eyjamanna í framboði hafi skipt sköpum, tveir stemmningsmenn buðu sig fram, Hlynur Sigmarsson og Róbert Marshall. Báðir nýjir á pólitíska sviðinu en kraftmiklir. Svo held ég að Guðrún Erlings hafi tregt að og svo að sjálfsögðu Lúðvík Bergvins en hann á trygga stuðningsmenn hér og þeir hefðu hvort eð er mætt. Hinir, ég giska á 500 komu á kjörstað fyrst og fremst til að styðja við hina þrjá frambjóðenduna.
Þannig að svæði sem telur um 9% af kjördæminu nær 20% vægi. Það hlýtur að boða gott fyrir Lúðvík, ég spái því að hann vinni fyrsta sætið.
Annars er nú svolítið surreal að spá núna, nokkrum klukkutímum áður en fyrstu tölur koma en ég læt vaða:
Mín spá:
1. Lúðvík Bergvinsson
2. Björgvin G. Sigurðsson
3. Róbert Marshall
4. Ragnheiður Hergeirsdóttir
5. Jón Gunnarsson
Þarna fyrir neðan koma svo bæði Guðrún og Hlynur, vona ég að Guðrún nái öðru sæti kvennanna í prófkjörinu, þá ætti hún að færast upp í 5. sæti samkvæmt kynjareglum prófkjörsins....
Annars kemur þetta í ljós í kvöld...spennandi
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 779
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ja.. og ég gæti trúað að það yrði mjög janft á milli Róberts og Björgvins.
Sveinn Arnarsson, 6.11.2006 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.