Nálægt því

Ég var nú ansi nálægt úrslitunum hjá Samfylkingunni, eina sem víxlaðist var Lúðvík og Björgvin. Það kom mér á óvart hversu afgerandi sigur Björgvins var en hann er ótvíræður sigurvegari.  Eins kom á óvart hversu slaka útkomu Lúðvík fékk í raun og veru. Hann rétt heldur öðru sætinu. Getur þó sagt að hann hafi varið sitt sæti, svona ef hann vill fara út í pólitísk svör á annað borð...

 

Róbert er aftur á móti sigurvegarinn. Það er óhætt að óska honum til hamingju. Hann er á leiðinni á þing. Það mun bara hressa þá samkundu við, það er ég viss um.

 

Hins vegar vekur það athygli að í efstu fimm sætum Samfylkingarinnar er enginn frá Reykjanesi sem þó hafa um 40% kjósenda. Hins vegar verða þrír Eyjamenn í efstu fimm sætunum en hér eru aðeins um 10% kjósenda. Sunnlendingar ættu hins vegar að vera kátir með sinn hlut, leiðtoginn kemur úr Árborg og baráttusætið mun bæjarfulltrúi í Árborg skipa, Ragnheiður Hergeirsdóttir. Hún hlýtur að vera ánægð með sinn hlut.

 

Annar sigurvegari að mínu mati er Guðrún Erlingsdóttir. Ný í landsmálunum og nær sjötta sæti listans og færist upp í fimmta sætið út af reglum um kynjaskiptingu á lista. Ætla ekki að fara út í þá sálma en mér finnst fáránlegt að fólk sé metið eftir kynferði en ekki það sem það hefur fram að færa.

 

Hún fékk flest atkvæði allra í 3. sætið, það er frábært hjá henni. Ef Samfylkingin fær þrjá þingmenn (eiga fjóra í dag) þá verða tveir “Eyjamenn” á þingi fyrir flokkinn og einn varaþingmaður úr Vestmannaeyjum. Ekki slæmt ef aðeins er litið út frá því.

 

Hins vegar má alltaf spyrja sig. Hvað og hver er Eyjamaður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband