Það verða margir með í maganum á morgun meðan beðið er eftir tölum úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Það er best að spá aðeins í það.....
Mín skoðun er sú að Árni Matt fái örugga kosningu í 1. sætið, reyndar hef ég hitt nokkra sem halda því fram að hann falli, nái ekki efsta sætinu...Þá er bara einn annar sem hefur boðið sig fram þar og það er Árni Johnsen. Ég hef persónulega ekki trú á því að hann nái árangri, þó aldrei sé hægt að útiloka karlinn, hann er svo óútreiknanlegur karlinn....
Það eru margir sem stefna á næstu tvö sæti og í sjálfu sér ómögulegt að spá fyrir um það. Þingmennirnir þrír, Drífa, Kjartan og Guðjón hljóta að vera kandídatar í þetta sæti ásamt Árna Johnsen. Þarna er slagurinn á milli Johnsen og Kjartans að mínu mati og mín skoðun er sú að Árborg sjái um sína og Kjartan verði númer 2.
Árni Johnsen fær ekki þriðja sætið, þeir sem kjósa hann setja hann í fyrsta eða annað, það verða fáir sem láta hann fylgja með. Þá eru eftir, Guðjón og Drífa en líka suðurnesjafólkið Björk og Kristján Pálsson. Þarna vinnur Björk...eða Gaui.
Ef Gaui nær ekki þriðja fer hann í fjórða. Það er mín skoðun, reyndar ekki alveg hlutlaus maður hér á ferð í þeim efnum. Vona að Gaui nái þriðja sætinu...
Fimmta sætið er svo Drífa, Gunnar Örlygs eða Unnur Brá. Svolítið erfitt að spá fyrir um það eins og reyndar allan listann en ég held að Unnur Brá vinni það...
Þá er bara eitt sæti eftir og það verður Gunnar Örlygs, hann nær sjötta sætinu...
Þannig að...
1. Árni Matt (kannski 45-55% fylgi)
2. Kjartan Ólafs
3. Gaui Hjöll
4. Björk
5. Unnur Brá
6. Gunnar Örlygs
Þá eru nú þungavigtarnöfn eftir, til dæmis Árni Johnsen, Kristján Pálsson og Drífa. Kannski er ég að vanmeta styrk þeirra eða ofmeta aðra en .....þetta kemur víst í ljós á morgun.
Aðeins um prófkjörin í suðvestur hjá Sjálfstæðisflokknum og í Reykjavík hjá Samfylkingunni. Þorgerður Katrín, Bjarni Ben og Ragnheiður Ríkharðs ná góðri kosningu, hef trú á því. Ármann Kr og Jón "björgunarmaður" Gunnarsson verða fyrir vonbrigðum
Ingibjörg fær ekki glæsilega kosningu í fyrsta sætið, verður fyrir vonbrigðum...Össur nær sínu öðru, Jóhanna því þriðja en svo er spennandi að sjá. Hef trú á Helga Hjörvar, þó ég hafi nú ekki verið hrifinn af honum síðustu árin, hef trú á að Merði verði hafnað, hann er einhvern týpan í að verða fórnarlamb prófkjörs...
Það er alveg í anda þeirra prófkjara sem nú þegar er lokið. Þeim hefur gengið illa sem hafa verið áberandi í sjónvarpi, til dæmis Pétur Blöndal, Sigurður Kári, Birgir Ármanns...allt álitsgjafar í sjónvarpi sem hafa orðið fyrir vonbrigðum. Kannski er bara gott fyrir stjórnmálamenn að vera ekkert of mikið að rökræða í sjónvarpi, sjáum bara Davíð...
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.