Aumt er það

Er þetta ekki makalaust?  Það er búið að setja landið á hausinn og stilla okkur upp við vegg í alþjóðaviðskiptum.  Æra þjóðarinnar hefur skaðast það mikið að það mun taka áratugi að byggja aftur upp traust og virðingu. 

Þeir sem stóðu fyrir þessum gjörningi sitja núna í fundarherbergjum bankanna, semja um kaup á gömlu fyrirtækjunum sínum aftur gegn niðurfellingu skulda (Jón Ásgeir og 365 t.d.) og munu með gjörðum sínum auka enn það heljartak sem þetta lið hefur á íslenskum almenning. 

En eina sem fjármálaráðherranum okkar dettur í hug er að hækka öll opinber gjöld.  Sem sagt, lánin hækka, matvæli hækka, bensínverð hækkar og áfengi hækkar um tugi prósenta.  Allir eiga að vera kammó og taka á sig launalækkun, svona til að leggja sitt að mörkum í kreppunni. 

Eina sem formaður fjármálanefndar Alþingis hefur áhyggjur af er símtal Seðlabankastjóra í sumar. 

Við erum með bankafólk sem enn situr í sömu sætunum og fyrir hrun.  Hvað er það að gera þarna inni?

Við erum aum þjóð ef við látum þetta yfir okkur ganga. 

Reyndar finnst mér mótmælin sem fyrirhuguð eru á laugardaginn táknræn á kaldhæðinn hátt. Hópur sem kallar sig Rödd fólksins stendur fyrir þeim en fólk er hvatt til að mæta og þegja en það er einmitt það sem þjóðin hefur gert í svo mörg ár...

Nei, við þurfum eitthvað annað, eitthvað nýtt, eitthvað ferskt og eitthvað sem er trúverðugt.  Sé það því miður ekki í þeim stjórnmálaflokkum/mönnum/konum sem eru í frontinum í dag. 

 Ég verð svartsýnari með hverjum deginum sem líður ...


mbl.is Áfengisgjald hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

sælir Sigursveinn, já ég er sammála þér núna, þú hittir naglann á höfuðið, verst að þú náir ekki að lemja þetta pakk þarna í Reykjavík duglega í hausinn, nei í alvöru, maður getur verið reiður þegar ég hugsar út í þessi mál, það er alltaf lýðurinn sem á að borga.

Ég er á þeirri skoðun að þetta verður svona á meðan auðvaldið stjórnar, því miður.

Kær kveðja úr Áshamrinum.

Helgi Þór Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Gallinn við það að þegja er að það hlustar enginn. Hver íslendingur skuldar víst þrjár milljónir. Er ekki hugmynd að hver fjölskylda sendi ríkinu reikning upp á þá upphæð sem hún skuldar? Þá getur hver og einn borgað sinn hluta og verið stikkfrí eftir það.

Villi Asgeirsson, 12.12.2008 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband