Gleðilega rest

Þetta eru skrýtin áramót.  Árið er búið að vera svo viðburðarríkt að af nógu er að taka.  Þess vegna beið ég temmilega spenntur eftir Kryddsíldinni á Stöð 2.  Heyra hvað menn höfðu fram að færa.  Alveg eins gat maður átt von á stórtíðindum.  En svo var ekki, þökk sé hópi skemmdavarga sem á hátíðarstundum kalla sig mótmælendur. Það var þá.

Að láta reiði sína bitna á starfsmönnum Stöðvar 2, á búnaði þeirra og örugglega á Hótel Borg er eitthvað sem ég fæ ekki skilið og mér finnst þetta meira í ætt við glæpamennsku en mótmæli.  Alla vega ber ég litla virðingu fyrir þessu liði sem þarna var og hef það á tilfinningunni að hópur fólks nýti sér mótmælaölduna á Íslandi til að fá útrás fyrir skemmdafíkn sinni.  Svei þessu liði. 

Og að formaður stærsta (samkvæmt skoðanakönnunum) stjórnmálaflokks landsins skuli ekki koma og gagnrýna og/eða fordæma þetta er mér algjörlega óskiljanlegt og virðing mín fyrir Steingrími J. Sigfússyni er ekki mikil í dag.  Hann er ekkert að mæla með þessu en fólk hefur rétt að mótmæla!! Ja hérna. 

En þrátt fyrir allt þá verða nú haldin áramót.  Ég vona að liðið nái því ekki af mér!  Nei, varla, ég er svo langt í burtu frá 101. 

Við þá sem villast hér inn segi ég Gleðilegt nýtt ár og skemmtið ykkur vel í kvöld!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband