Ný ríkisstjórn er tekinn við og ráðherraskipan náði aldrei að vera nein stórfrétt enda búið að leka öllu í fjölmiðla nokkuð áður en formleg tilkynning kom.
Líklega er eitt mikilvægasta ráðuneytið nú um stundir fjármálaráðuneytið. Þess vegna er ekki skrýtið að leiðtogi annars stjórnarflokksins skuli setjast þar. Það sem veldur mér aftur á móti hugarangri er hvernig hann ætlar að geta sinnt því veigamikla starfi í 33,3% stöðu.
Nóg fannst mér nú þegar síðasta ríkisstjórn var mynduð og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu var breytt í 50% stöðugild. Nú eru þessi tvö atvinnumálaráðuneyti orðin af 33,3% stöðugildum. Eitthvað sem Steingrímur Joð ætlar að sinna í aukaverkum.
Mér skilst að hjá ríkinu séu þær reglur að ríkisstarfsmaður megi ekki vinna yfir 100% starf. Veit ekki hvort þetta er rétt en ef svo er væri ekki rétt að það gilti um alla ríkisstarfsmenn?
Svo er þetta spurning með laun. Varla er hann að taka full laun fyrir þessi þrjú ráðuneyti sem hann ber ábyrgð á?
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.