Ósammála Víði

Verð að viðurkenna að ég er ósammála Víði í þessum efnum.  Fyrir mér er þetta allt annar fótbolti sem er spilaður þarna.  Leiðinlegri og hægari. 

Ég hef áhyggjur af þeirri þróun sem orðin er í þessu.  Menn eru meira að segja farnir að tala um að spila leikina innanhúss til að sleppa við veðrið!!  Menn taka dæmi um leik Keflavíkur og FH í 1.umferð Pepsi deildarinnar. Vissulega rokleikur og hundleiðinlegur í þeim efnum.  Þannig var líka leikur ÍBV og Breiðabliks í 2.umferðinni hér í Eyjum.  Aldrei þessu vant var rok í Eyjum :-) 

En þetta er hluti af því að spila UTANHÚSÍÞRÓTT.  Í fyrra keppti ÍBV tvo leiki að mig minnir innanhúss.  Það er algjört rugl að mínu mati. Ég segi að menn ættu frekar að fresta leik ef veðrið er svona óbærilegt.  

Við lendum oft í því hér í Eyjum.

En á morgun er stórleikur á Hásteinsvelli.  ÍBV - KR.  Nú rífa okkar menn sig upp og vinna fyrsta sigurinn þetta árið.  Er viss um það. 

Er ánægður með stórsöngvarann Óla Guðmunds sem stendur fyrir hitting niður á Volcano tveimur tímum fyrir leik fyrir stuðningsmenn ÍBV.  Nú er bara að mæta, í búningum eða hvítu, með trommur, lúðra, raddbönd og góða skapið og láta í sér heyra.  

Legg til að Óli taki Slor og skít 

 


mbl.is Gervigras? Já takk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband