Bankahrunið varð í október, búsáhaldarbyltingin í janúar og ný ríkisstjórn í febrúar. Ríkisstjórn félagshyggjuaflanna, 80 daga ríkisstjórnin. Nú skyldi kapítalisminn settur á hilluna og félagsleg mál sett á oddinn.
Það þagnaði í mótmælendum á Austurvelli. Pottarnir fengu að snúa aftur til sinna starfa, sleifarnar notaðar til annars en að lemja. Fólkið snéri aftur heim í hlýjuna og hugsaði sér gott til glóðarinnar. Að vera búinn að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum og það sem meira er og mikilvægast, Davíð úr Seðlabankanum.
Kosningar gengu í garð, Búsáhaldarbyltingin varð Borgarahreyfingin sem hafði sætaskipti við Frjálslynda á þingi. Kvótinn var ekki lengur aðalmálið, heldur spillingin, kapítalisminn, sukkið og svínaríið. Sjáfstæðisiflokkurinn var settur á bekkinn og inn á kom fyrsta hreina vinstri stjórn á Íslandi frá stofnun lýðveldisins.
Það var ekkert annað!
Og við, smælingjarnir biðum eftir viðbrögðum, hvað skyldi gert fyrir okkur sem eftir situm með skuldir útrásarinnar á bakinu. Og við biðum og biðum og biðum og biðum og biðum...
...og biðum og biðum og biðum. Síðan kom svar.
Það skal hækka skatta á áfengi, tóbak og bensín. Hækka höfuðstól verðtryggða lána.
Meðlimir búsáhaldarbyltingarinnar væntanlega hæstánægðir með sitt fólk. Jóhanna er svo heiðarleg, Steingrímur svo skeleggur að þetta getur ekki klikkað. Engir pottar að berja í á Austurvelli, engin eggjasala svo hægt sé að skreyta Alþingishúsið, grímurnar fallnar af anarkistunum, rúðurnar látnar óárettir. Þetta er svo frábært, við erum komin með vinstri stjórn.
Til hamingju Ísland.
Þetta getur ekki klikkað
Eða hvað?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 29.5.2009 | 15:55 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 779
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
og ekki gleyma styrkjamáli Jón Ásgeirs við Samfylkinguna, sukk sem ekki kom í ljós fyrr en eftir kosningarnar. Nú kemur í ljós afhverju Samfylkingin slapp svona ótrúlega vel frá öllu ruglinu sem hún hefur verið þáttakandi í, stærsta fjölmiðlabáknið á bakvið hana og ótrúleg tengsl féttamanna við flokkinn, ÚFF vond stjórn fór frá völdum fyrir verri.
Sigfús (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.