Ég var að lesa frétt á visir.is um umræður á Alþingi í nótt. Þar var rætt um grein Helga Hjörvars í Fréttablaðinu þar sem hann benti réttilega á að nýju bankarnir hafi fengið góðan afslátt af íbúðarlánum frá kröfuhöfum sínum erlendis frá þegar skuldirnar voru fluttar úr gömlu bönkunum. Samt gefa nýju bankarnir ekki þumlung eftir gagnvart hinum almennu skuldurum. Vissulega er svigrúm til þess, segir Helgi og hafa stjórnarþingmenn tekið undir með honum.
En ríkisstjórnin hlustar ekki. Ríkisstjórnin lítur allt öðrum augum á þetta og telur sig hafa gert mikið fyrir heimilin í landinu.
Samkvæmt stjórnarþingmanninum, Lilju Mósesdóttur hafa 400 Íslendingar getað nýtt sér greiðsluaðlögun síðasta árið. 400 !!! Ef nýtt frumvarp verður samþykkt gæti þessi tala hækkað upp í 2000.
Er fólk ekki að grínast?
22000 á vanskilaskrá og mun fleiri á leiðinni þangað út af bankahruni. Ekki út af fjárfestingafylleríi. Það voru aðrir að gambla með peningana og almenningur þarf að borga fyrir þetta.
Enn og aftur finnst mér sannast að hin svokallaða "búsáhaldarbylting" var ekkert annað en valdarán vinstri flokkana á Íslandi. Því ef það væri vottur af réttlætiskennd í þeim sem stóðu á Austurvelli með steikarpönnuna sína þá væru þau komin aftur þangað. En nei, mikill meirihluti þeirra sem þar voru tel ég að hafa verið blindir stuðningsmenn VG sem voru til í að gera allt til að koma sínu fólki að.
Hvað hefur breyst síðan þá?
Jóhanna hefur breyst í Ingibjörgu Sólrúnu, Steingrímur Joð talar sama mál og Geir Haarde. Stjórnvöld hafa slegið skjaldborg um fjármálastofnanir og virðast enginn úrræði hafa til að leysa þá sjálfsögðu réttlætiskröfu að fólk sem tók 10 milljón króna lán borgi af 10 milljón króna láni, ekki 17-18 milljón króna láni.
Ömurleg staða sem ég hef enga trú á að breytist og því miður virðist engu máli skipta hver situr í hvaða stól... Alltaf breytist afstaðan um leið og ráðherrastóllinn er kominn undir rassgatið á þessu liði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.6.2010 | 09:18 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.