Nú þegar Landsdómur er kominn saman í fyrsta skiptið er sorglegt að ekki skuli vera hægt að fá útsendingu frá dómnum. Líklega hefði "Sannleiksnefnd" verið betri kostur fyrir okkur, í beinni útsendingu þar sem allir sem hlut eiga að máli yrðu kallaðir til.
Líkur á sakfellingu á Geir eru sáralitlar, held að flestir séu sammála um það. Lögspekingar tala um óljósa ákæruliði. Það á margt eftir að koma í ljós við þessi réttarhöld og svekkjandi fyrir almúgann að þurfa að treysta á misjafna fjölmiðlamenn til að segja okkur frá. Tek reyndar fram að mér fannst frásögn gærdagsins í góðu lagi hjá fjölmiðlum.
Mér fannst athyglisvert að daginn eftir atkvæðagreiðsluna á Alþingi, þar sem tillögu Bjarna Ben var vísað frá kom frétt í Fréttablaðinu um það að Landsdómur myndi seinka öllum málum sem hefðu fordæmisgildi fyrir Hæstarétt. Af hverju var það ekki í umræðunni fyrir atkvæðagreiðsluna? Af hverju var það ekki fréttapunktur fyrir atkvæðagreiðsluna. Var einhver þingmaður sem minntist á það?
Nú má semsagt búast við enn frekari töfum á dómum er snerta lán almúgans meðan pólitísk réttarhöld standa yfir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.3.2012 | 16:44 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 825
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.