Nú er Samfylkingin í vanda

Hingað til hef ég ekki heyrt einn einasta talsmann Samfylkingarinnar mæla með að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Fræg er túlkun Ingibjargar Sólrúnar á skoðanakönnuninni um árið. Fyrst sagði hún að ákveðið hlutfall borgarbúa þyrfti að taka þátt til þess að kosningin yrði bindandi. Það gekk ekki eftir en strax og ljóst var að meirihluti þeirra fáu borgarbúa sem áhuga höfðu á kosningunni vildu völlinn burt var kosningin orðin bindandi í huga ISG. 

Dagur B. Eggertsson er í borgarpólitík og hefur beitt sér mikið fyrir því að völlurinn fari. Hann sér hagsmuni Reykjavíkur betur borgið þannig. Honum er sama um landsbyggðina, honum kemur það ekki við. 

Samfylkingin er borgaraflokkur. Forysta flokksins er úr borginni og mörg þeirra helstu stefnumál snúa að borgarmálum.  Þess vegna hefur árangur flokksins á landsbyggðinni verið undir væntingum. Þegar kemur að landsbyggðarmálum þá breytist stefna flokksins eftir vindátt hverju sinni.

Reykjavíkurflugvöllur á að vera þar sem hann er. Fyrir okkur hina, sem ekki búum á höfuðborgarsvæðinu er þetta spurning um sjálfsagða þjónustu og öryggissjónarmið.

Það vill nefnilega svo skemmtilega til að Reykjavík er höfuðborg okkar allra. Ekki bara borgarbúa og þar er byggð upp þjónusta til að þjóna ÖLLUM landsmönnum. Hvort sem um er að ræða opinberar stofnanir eða spítala. 

Flugvöllurinn er vel staðsettur þar sem hann er. Stutt er í alla þjónustu og kannski það mikilvægasta, það er stutt upp á Landsspítala. Það getur skipt sköpum.  

Það reynir á Kristján Möller núna. Hann er í þeim vanda að þurfa að sannfæra forystu flokksins um ágæti flugvallarins þar sem hann er. Hann þarf að komast framhjá tveimur fyrrverandi borgarstjórum á þeirri leið. 

Samfylkingin er í vanda. Það verður seint sátt um Reykjavíkurflugvöll í Samfylkingunni. 


mbl.is Ekki eining innan Samfylkingar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Samfylkingin er ekki öðrum vanda en þeim að þar hefur hver og einn leyfi til að viðra sínar skoðanir.

Jón Halldór Guðmundsson, 7.6.2007 kl. 12:02

2 Smámynd: Sigursveinn

Auðvitað er það svoleiðis. Vandamálið er að ná samstöðu um mál og því miður segir reynslan okkur það að það getur orðið þrautinni þyngri. Sérstaklega þegar formaðurinn og ráðherrann eru ósammála.

Sigursveinn , 7.6.2007 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband