Hvað lognið getur nú farið hratt yfir ...

Það hvín svolítið í hjá mér þessa dagana. Fjölskyldan tók upp á því nýverið að flytja úr austurbænum og upp í skeifu. Nánar tiltekið upp á Smáragötu og er ég því kominn á æskuslóðir. Ég var mjög ánægður með þessar breytingar, enda vanur veðráttunni hérna uppfrá. Hinsvegar brá konunni svolítið við fyrstu hvellina. Ég sagði henni kokhraustur að þetta veður kæmi nú afar sjaldan. Það væri auðvitað vindsamara svona ofarlega í bænum en þú færð útsýnið í staðinn (sem er ómótstæðilegt)

Síðan hafa hvellirnir orðið nokkuð margir og við höfum fengið hviður fyrir allan peninginn...

Í dag hafa verið stöðugar fréttir af óveðrinu sem gengið hefur yfir landið. Bein útsending úr Skógarhlíðinni þar sem höfuðstöðvar björgunarsveitanna eru. Skipt í vesturbæinn, upp í Breiðholt og út á Nes. Allt að gerast, þak að fjúka, tré að brotna og lausamunir út um allt fjúkandi. Dramatíkin rosaleg. Fréttamenn út um víðan völl, ná varla að standa í lappirnar þar sem þeir öskra í míkrafóninn til að það heyrist eitthvað í þeim. Og svo fór IKEA að leka. 

Þau eru ekki vön því að lognið fari svona hratt yfir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góða kvöldið Sveinn, góður punktur þetta með lognið, svo þetta með búsetuskilyrði hér í bæ þá eru kostir og gallar allstaðar í bænum, ég furða mig svolítið að hlutir eru að fjúka, það eins og fólk sé nýflutt hingað upp á klakann. kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 14.12.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband