Það er ekki annað hægt en að bæta nokkrum línum við varðandi knattspyrnusnillinga úr Eyjum. Gilli Foster bendir réttilega á í athugasemd hér fyrir neðan að það vantar nágranna minn og aðstoðarskólastjórann, Sigurlás Þorleifsson í þessa upptalningu. Eins samdi Sigurvin Ólafs við Stuttgart á sínum tíma og á því réttilega að vera á þessum lista. Þar með eru 9 Eyjamenn komnir á listann.
En frægasti knattspyrnumaður Vestmannaeyja, Ásgeir Sigurvinsson er ekki á listanum. Ástæðan er sú að ég tók leikmenn frá 1980 en hann fór út nokkrum árum áður. Hins vegar náði ferillinn hans vel yfir þessa dagsetningu. Viggi í Íþróttamiðstöðinni benti mér réttilega á þetta og þakka ég honum góða ábendingu. Það er í sjálfu sér hálf asnalegt að tala um knattspyrnumenn úr Eyjum og minnast ekki á þann besta.
Viggi vildi líka að það kæmi skýrt fram að Ásgeir væri úr Lautinni...
Talandi um Lautina og aðstöðuna. Ég hef lesið nokkrar greinar um fyrri tíma hér úr Eyjum og oft er þar minnst á Lautina. Þar var paradís ungra peyja og spilaður fótbolti þar frá morgni til kvölds. Ég er ekki frá því miðað við lýsingar að Lautin hafi á sínum tíma verið ein besta aðstaða til knattspyrnuiðkunar á landinu. Iðagrænt grasið og skjólið ofan í Lautinni.
Lautin var knattspyrnuhús þeirra tíma...
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu ekki hissa á því Sveinn að þá voru ekki hallir og yfirbyggðir vellir, en samt urðu þeir góðir, út af hverju hefur þetta breyst? Er áhuginn eithvað minni eða hvað?
Helgi Þór Gunnarsson, 20.12.2007 kl. 18:55
Sæll Helgi
Það er einmitt málið. Það besta sem menn gátu vonast eftir á þeim tíma var sæmilegur malarvöllur til að spila á og tún hér og þar sem hægt var að leika sér. En aðstæður breytast. Það sem þótti gott fyrir 20 - 30 árum er arfaslakt í dag. Þetta vitum við. Æfingar í Knattspyrnuhúsi er í dag orðinn sjálfsagður hlutur hjá 95% liða í efstu tveimur deildunum á Íslandi. Þar viljum við vera, ekki satt?
Sigursveinn , 21.12.2007 kl. 08:37
Ég veit ekki en einhvern veginn finnst mér stór hluti málsins vera sá að krakkarnir okkar fá ekki eins mörg tækifæri til að leika sér á grasi og krakkar fengu í "gamla daga" sbr. lautin. Það eru fáir blettir eftir sem hægt er að leyfa þeim að æfa sig á því grasvellirnir eru verndaðir langt fram á vor og frá því snemma á haustin.
Þau eru rekin harðri hendi af Þórsvelli og Týsvelli ef þau voga sér þar inn á og ekki er þeim hleypt á skipulegar æfingar á vellina fyrr en langt er liðið á vor-sumar.
Ég held því sossum ekki fram að ég sé sérfræðingur en getur ekki verið hluti af lausninni að nota grasvellina okkar betur, meira, lengur?
Guðrún Jónsdóttir, 21.12.2007 kl. 21:29
Jú það er satt hjá þér Sveinn. Kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 21.12.2007 kl. 22:30
Þetta er ótrúleg umræða. Málið er að krakkar þurfa fjölbreytni. Ég man að þessir kappar voru líka góðir í handbolta og voru margir góðir handboltamenn ekkert síðri en þessir í fótbolta. Menn æfðu handbolta á veturna og fótbolta á sumrin. Þegar þú varðst svo eldri þú valdir þú á milli þess að vera í fótbolta eða handbolta. Mín skoðun er að þannig verði krakkar betri íþróttamenn með því að æfa sem flest á yngri árum. Flestir voru líka í frjálsum og það var mikið líf í gangi.
Það sem gerist með fótboltahöllinni er að það verður fótbolti allt árið fyrir alla flokka. Gott mál ? Krakkar verða að velja á milli fyrr. Hamast í sömu íþróttinni allt árið enginn fjölbreytileiki. Umræðan um að fótboltahöll bjargi Vestmannaeyjum er út í hött og fannst mér ÍBV alveg taka botninn úr þessu þegar þeir sögðu " nei við viljum bara peninginn " ÍBV var skuldlaust þegar Þór og Týr var lagt niður og það er ekki svo langt síðan. Foreldrar og fólk í Eyjum styrkja ÍBV mikið og foreldrar borga flestar ferðir sjálf fyrir börnin (eða með söfnunum barnanna). Í hvað fóru allir þessir peningar hefur það verið skoðað ? kaupa menn til að ná árangri .. á meðan komast Eyjamennirnir sem virkilega vildu spila fyrir liðið ekki að og misstu áhugann.
ÍBV gerir marga góða hluti í Eyjum og þarf að styrkja það en það er fleira í Eyjum en fótbolti hvort sem það eru aðrar íþróttagreinar, félagslíf eða listir sem þarf að styrkja og efla.
Siggi Vídó, 22.12.2007 kl. 17:43
Gleðileg jól.
Þorkell Sigurjónsson, 24.12.2007 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.