Óttaleg vitleysa er þetta

handboltiSá í dag frétt mbl.is um handboltaleik Stjörnunnar og ÍBV.  Fyrirsögnin segir svolítið mikið um fáránleika fréttamannsins. Hann hefur tekið afstöðu með varnarmanni Stjörnunnar sem hefur verið duglegur að benda á þetta atvik sem árás og þaðan af verra. Ég var að sjá þetta í fyrsta skipti í dag en hafði heyrt af þessu.

Miðað við lýsingarnar sem ég hafði heyrt, mest frá leikmanni Stjörnunnar þá slátraði leikmaður ÍBV honum og aldrei hef ég heyrt annað en þarna hafi verið um beina árás að ræða.

Eftir að hafa horft á þetta, aftur og aftur og aftur, get ég ekki séð þessa árás. Vissulega fær leikmaður Stjörnunnar högg í andlitið en að halda því fram að leikmaður ÍBV hafi vísvitandi slasað hann er þvílík firra.  Hvet fólk til að horfa á þetta.

Hafið þá í huga að þarna er línumaður ÍBV að spila fyrir utan, ekki beint staða sem hann er vanur að spila en ÍBV er einum færri á þessum tímapunkti. Hann tekur gabbhreyfingu og rekur olnbogann í andlit varnarmannsins um leið og hann kemst fram hjá honum.

Horfið líka á viðbrögðin á bekknum hjá Stjörnunni.  Engin viðbrögð.

Ég er reyndar sammála því að það ætti að vera hægt að dæma eftir myndbandsupptökum. Það er eðlilegt í nútíma handbolta. 

En hefði ekki verið eðlileg blaðamennska að leita viðbragða leikmannsins sem á þarna í hlut, í staðinn fyrir að hlusta einhliða á mál Stjörnuleikmannsins. Hann er meira að segja með myndband af þessu á Youtube.  

Finn til með honum, hann slasast þarna illa en er þetta ekki eitthvað sem getur gerst í handbolta. Þetta er íþrótt þar sem harkan er í fyrirrúmi og mörg "kjaftshöggin" í hverjum leik.  


mbl.is Lögleg brot ef enginn sér?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mikael Þorsteinsson

ætlaði bara að benda vingjarnlega á það við þig, þótt ég viti ekki ótrúlega mikið um handbolta, þá er þetta alvarleg líkamsárás og jafnvel ætti að vera leyfilegt að láta lögreglu koma þarna að máli, hún þarf ekki að sjá líkamsárásir til að geta gert eitthvað ;) heh

er búinn að horfa aftur og aftur á þetta myndband, og þetta er ótrúlegt að þú sjáir ekki hversu alvarlegt þetta er, hann fer mjöög viljandi með olnbogan í andlitið á honum eða í hliðina á höfuðið á honum og ég tel hann hafa verið virkilega heppinn að hafa ekki skaðast fyrir lífstíð á höfði, er nú að læra fræði sem tengjast heila, og þetta högg sem hann fær getur valdið dauða, og þetta er mjög viljandi gert. mér er nákvæmlega sama um fréttaflutning fréttamannsins sem við á, þessu þarf að taka virkilega hart á. ég hef séð leikmenn nota olnbogann og kítast aðeins með því að slá örlítið til andstæðingsins, en að ráðast á mann með olnboga viljandi til að reyna að slasa hann, það á ekki að líðast.

þú ert greinilega ekki stjörnumaður  

Mikael Þorsteinsson, 13.2.2008 kl. 22:26

2 identicon

Já,,! ekki beinlínis hægt að fullyrða að hér hafi verið viljaverk,hjá ÍBV manninum,, enn óneitanlega finnst mér hér útspekúlerað og vel leikið bragð á ferðinni,, Verst þykir mér að íslensk íþróttafélög skuli þurfi að leggjast svo lágt sem raun ber vitni,,að leigja útlenda atvinnuhrotta,,til að gera íslenska handknattleiksmenn óvirka. Í mínum huga er íþrótt og drengskapur bræður,, sómi hvers manns,,félags og þjóðar. Auðvitað á að eftirdæma leiki í svona tilviki,,stöðva þetta með fullum krafti , strax ,. Sýna umheiminum gott fordæmi. Ekki eykur atvikið gagnvart Frömmurum tiltrú almennings á handknattleiksíþróttinni , né væntingar um betri árangur en verið hefur,,SEGJUM PÚ,, á komandi leikjum AKUREYRINGA,,

Bimbó (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 22:36

3 identicon

Sammála,,Sammála,, Ef íþróttadómari sér ekki sóma sinn í því að dæma rétt,,Þá eigum við héraðsdómara og hæstaréttardómara sem geta sinnt málinu,, Eflaust er einhver lögmaður þarna úti sem væri reiðubúinn að aðstoða mennina,,fá þá dæmda fyrir líkamsárás , síðan vísa þeim úr landi..Því skyldi vera í lagi að berja handknattleiksmenn eitthvað frekar enn lögreglumenn,,??? SEGJUM PÚ;;

Bimbó (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 22:47

4 identicon

Ég horfði ekki á þetta fyrr en eftir að hafa lesið þessa færslu, svo það kom mér mjög á óvart strax þegar ég sá þetta á venjulegum hraða hversu ógeðslegt trikk þetta er. Ég sé ekki þessa gabbhreyfingu sem þú talar um. Eina sem hann gerir er að hlaupa í átt að fórnarlambinu, hika smá þar og gefa svo þetta olnbogaskot og fara svo gegnum manninn sem krumpast niður í eina áttina og opnast því fyrir ruddan í hina. Svo sést í hægri endursýningu að það nær engri átt hvað hann er hátt uppi og langt út með olnbogann. Ef þetta er ekki viljandi gert hefur þessi aðili verulega skerta tilfinningu fyrir umhverfi sínu og klunnalegur í hreyfingum, sem getur varla verið vænlegt til árangurs í handbolta eða íþróttum.

Reynir (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 23:52

5 Smámynd: Sigurgeir Kristjánsson

Þetta er alveg klárt útilokun fyrir þetta suddabragð. Ef ég væri varnarmaðurinn í þessu tilviki myndi ég hafa samband við lögregluna og kæra þetta. Ótrúlegt hvað sumir geta verið miklar skepnur og aumingjar. Svo er óþolandi ef þessir kallar halda að þeir geti beitt ofbeldi í íþróttum og séu stikkfrí. Það á bara að kæra þessa bavíana.

Sigurgeir Kristjánsson, 14.2.2008 kl. 00:44

6 identicon

Ég er með lausn...

Taka alla menn (hvort sem í íþróttum eður ei) sem verða uppvísir að því að fremja ofbeldisverk, og rasskella þá í beinni útsendungu frá Austurvelli þar sem allir geta hrópað sína skoðun að þeim á meðan...

Þá gera þeir þetta ekki aftur, allavega myndi ég ekki gera það

Jón Ingvar (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 09:24

7 identicon

Allveg sammála þér Svenni. Þetta er ekkert allvarleg líkamsárás og búið að gera mikið úr litlu. Enda sést á myndbandsupptökunni að enginn Stjörnumaður gerir athugasemd við dómgæsluna. Alls ekki gott að maðurinn meiddi sig, en það gerist. Línumaður ÍBV er nú yfirleitt beittur harðræði í leikjum og er ekki að neinu væli. Hann hefur ekki verið uppvís af óheiðarlegum leik síðan hann kom. Hann var slakur leikmaður, en hefur tekið miklum framförum eins og allt ÍBV liðið.

kassi (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband