Sami búningur, allt annað lið

Mascherano_468x808Hvernig er hægt að tapa fyrir Barnsley á Anfield á laugardaginn og vinna svo ítölsku meistarana í Inter þremur dögum seinna afar sannfærandi?  Jú, þetta getur Liverpool undir stjórn Rafa Benitez.  Vegna þess að fókus hans er nánast algjörlega á árangur í Meistaradeild Evrópu.

Ég horfði á báða þessa leiki og þó að miklu leyti sömu leikmenn hafi verið inná var eins og allt annað lið væri að keppa.  Reina var reyndar í markinu núna en Itjande á laugardaginn. Reyndi aldrei á Reina í gær.  

Munurinn lá hins vegar í þremur leikmönnum, Steven Gerrard, Javier Mascherano og Fernando Torres.

Inter er með 11 stiga forskot í ítölsku deildinni, hafa ekki tapað þar í tvö eða þrjú ár. Þeir eru semsagt með langbesta lið Ítala (reyndar bara einn Ítali í liðinu í gær og sá var rekinn út af eftir 30 mínútna leik)

Sýnir þetta hugarfar leikmanna gagnvart andstæðingunum?

Eða sýnir þetta hvar ástríða Benitez er?

Eða er Ítalska deildin bara svona léleg?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Það er list að vera fjölhæfur! Það er greinilegt að leikmenn Liverpool eru listamenn - spurningin er því kannski sú hvort að þetta séu listamenn að þínu skapi?

Gísli Foster Hjartarson, 20.2.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband