Innilokaður í efri byggð

P4101970Ja hérna...

Einn af kostum þess að búa í Vestmannaeyjum er hversu snjólétt er hér yfir vetrarmánuðina. Undantekningin sem sannar regluna er akkúrat núna.  Þvílíkt og annað eins.  Hér sitjum við fjölskyldan innilokuð upp á Smáragötu og komumst ekki neitt.

Vindáttin er þannig að það fýkur upp að hurðinni.  Á tröppunum hér fyrir utan er hátt í tveggja metra hár skafli.  Það hefur ekki sést bíll á ferð hér í efri byggð í allan dag, enda kæmist sá bíll ekki langt. Lánsbíllinn sem við erum á er kominn á kaf. 

Sá fáheyrði atburður gerðist að messufall varð í Landakirkju.  Það tekst ekki að koma fólki til og frá vinnu á Sjúkrahúsinu.  Björgunarfélagið kemst ekki leiðar sinnar. 

Og enn er að snjóa. 

Í ágætu bloggi Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings síðan í morgun kemur fram að Óskar og félagar upp á Stórhöfða hafi mælt 50 sm snjódýpt klukkan 9 í morgun. Það hefur snjóað mikið síðan...

Hvar endar þetta eiginlega...

Myndin var tekin út um útidyrnar hjá okkur, lengra komst ég ekki. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Svenni minn.Ég sé ekki einu sinni yfir til ykkar 20 m frá.Kveðja frá nágranna.

Ragna B (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Sigursveinn

Sæl Ragna - Já, þetta er rosalegt, spurning hvenær verður rutt hjá okkur hér í efri byggð ?

Sigursveinn , 2.3.2008 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband