Eitt gjald lækkar, annað hækkar

HerjolfuroggongSíðan bæjarstjórn Vestmannaeyja gerði þau regin mistök að afsala sér neitunarvaldi vegna hækkunar fargjalda Herjólfs hafa fargjöldin tvívegis verið hækkuð.  Nú kostar 17.500 krónur 40 eininga kort og nemur hækkunin núna 8%.

Þessar fréttir bárust okkur í auglýsingu í Fréttum í síðustu viku. Á forsíðunni var frétt um yfirvofandi loðnuveiðibann sem varð að veruleika sama dag.

Í þau tvö skipti sem Eimskip hefur ákveðið að hækka fargjöldin í Herjólf hefur borist tilkynning frá rekstraraðilum Hvalfjarðargangana um lækkun.  Í fyrra skiptið úr 1000 krónum í 900 krónur og nú í 800 krónur.  

Flott mál að hægt sé að bjóða upp á lægri gjöld í Hvalfjarðargöngin. Sumir tala fyrir því að hafa þau gjaldfrjáls.  Hluti af þjóðvegakerfinu segja menn og hrópa réttlæti fyrir íbúa Vesturlands. 

Þarf ekki að fara fram umræða um þjóðvegakerfi okkar Íslendinga og hvað tilheyrir því og hvað ekki?  Er Hvalfjörðurinn enn skilgreindur sem hluti af Þjóðvegi nr. 1 eða hafa Hvalfjarðargöngin verið skrifuð þar inn.  Hreinlega veit það ekki.

En ég veit það þó að staðfesting hefur borist um að Herjólfur er hluti af þjóðvegakerfi okkar Íslendinga. Samt er ekkert mál að hækka fargjöldin á þá leið.  Ekki einn þingmaður hefur opnað á sér kjaftinn og bölsóttast yfir þessari hækkun.  Varaþingmaður Frjálslyndra skammar bæjarstjórann í Eyjum !!

Hækkun fargjalda + loðnubrestur = áframhaldandi fólksflótti frá eyjunni fögru

Kannski spurning um að kíkja aðeins nánar á hugmyndina um fríríkið ? 

Þá legg ég til að við gerum Braga Ólafs að forseta.  


mbl.is Veggjald í Hvalfjarðargöngum lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Hvernig væri að láta alla greiða í öll jarðgöng t.d. 100 eða 200 krónur og nota innkomuna til að greiða niður reksturinn á Herjólfi? Vestmannaeyingar borga í göngin eins og aðrir þegar þeir eru þar á ferðinni og að auki greiða þeir megnið af gjaldtökunni í Herjólfi. Af gefnu tilefni tek ég fram að ég er ekki Vestmannaeyingur og hef reyndar aldrei komið til Eyja. 

corvus corax, 26.2.2008 kl. 12:15

2 identicon

Maður er að verða svo gáttaður að öllu því sem kemur að samgöngumálum okkar eyjamanna ,en samt kemur ekkert mér lengur á óvart.

Ragna (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband