Nú er draumur okkar púlara úti. Duttum út í undanúrslitum... gegn Chelsea. Þetta var óþægilegur leikur fyrir mína menn, ekki mættir í fyrri hálfleik og sprungu svo á limminu í framlengingu. Og ég sem hélt að rotation systemið virkaði ...
Auðvitað hefði þetta getað farið öðruvísi, ef það hefði verið gefið víti þegar Hyypia var felldur innan teigs eða Torres hefði nýtt færið í fyrri hálfleik, ja eða ef Riise hefði ekki reynt að skalla boltann ca. 30 cm frá jörðu í fyrri leiknum....
En svona er nú bara boltinn. Ég er viss um að Guðni og Gaui frændur mínir eru enn að tala um vítina sem Arsenal átti að fá í fyrri leik liðanna í 8 liða úrslitum. Við verðum bara að bíta í það súra epli...
Úrslitaleikur í Moskvu milli Man.Utd og Chelsea. Þar má segja að Chelsea sé á heimavelli enda eigandinn kóngurinn í Moskvu.
Ég held svei mér þá að ég haldi með Man.Utd í úrslitaleiknum. Jose Mourinho og Avram Grant hafa báðir sagt að Chelsea verði ekki stórlið fyrr en þeir vinna meistaradeildina....
Þess vegna held ég með Man.Utd.
Ég vill að Chelsea sé ennþá smálið
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll herra formaður. Ég er innilega sammála þér, ég ætla líka að halda með Manchester United í úrslitunum,,,,
Huginn (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 02:13
Alltaf í boltanum! Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 7.5.2008 kl. 05:55
Ég ætla að halda með Chelsea þar sem ég óttast um heilsu margra UTD vina minna en ég held að þeir gætu drukknað þar sem það rignir þvílíkt upp í nefið á þeim.
Guðni Hjörleifsson, 11.5.2008 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.