Þetta með hann Árna Johnsen

Jæja, þá er prófkjöri sjálfstæðismanna lokið og verð ég að segja að ég vanmat styrk Árna Johnsen í prófkjörinu all illilega. Hann inn og Guðjón út. Þar lá minn feill.  Ég giskaði á að Árni Matt næði efsta sætinu með 45-55% atkvæða, niðurstaðan innan við 50%. (Bara svona minna á það sem var rétt Wink

 

Kjartan er sæti neðar en svo eru það Björk og Unnur Brá, þær voru einhvern veginn alltaf í þeim sætum í mínum huga. Aftur á móti, líkt og ég vanmat styrk Árna Johnsen þá ofmat ég hrikalega styrk Gunnars Örlygs...

 

Það hefur verið ofsalega skrýtin umræða, bæði á málefnum og barnalandi um þessi mál. Talað er um að Eyjamenn séu orðnir ruglaðir, nú á að nota Herjólf í hvalaskoðun og hætta öllu flugi, kjör hans segi meira en mörg orð um mannauðinn í Eyjum, allir kusu hann út af göngunum, gert út af samlíkingu milli Árna og Hitlers !! og fleira og fleira...

 

Þetta er nú svolítið öfgakennt og segir meira en mörg orð um þá sem þetta skrifa. Hins vegar held ég, sem Eyjamaður að kjör Árna muni skaða Vestmannaeyjar frekar en hitt. Árni Johnsen var góður þingmaður fyrir okkur á sínum tíma en er hægt að ímynda sér stöðuna sem hann verður kominn í inn í þingflokkinn?  Hann verður algjörlega einangraður, ekki treyst fyrir neinu, úti í horni í þingmannaherberginu. Svona svipaðri stöðu og Kristinn H er hjá Framsókn (Ekki það að ég sé að líkja þeim tveim saman, Kristinn er í skammakróknum út af óþekkt, engu öðruDevil

 

Svo ber að hafa það í huga að það voru ekki Eyjamenn sem komu honum á þing, heldur Suðurkjördæmingar (svo ég noti nú nýirði Árna Johnsen) Árni fékk gríðarlega góða kosningu um allt kjördæmið, hann var í öðru sæti allan tímann. Við fyrstu talningu var aðeins búið að telja um 200 atkvæði frá Eyjum, í allt voru þau um 1800. Þá þegar var Árni kominn með tæplega 700 atkvæði. Hann var jafn allsstaðar á meðan svæðaskipting kom í ljós síðar um nóttina. Til að mynda þegar Guðjón Hjörleifs stökk upp í 3. sæti. Þá var greinilega verið að telja hlutfallslega mikið frá Eyjum. Þá nálgaðist Árni Johnsen efsta manninn ekkert, þannig að stuðningurinn í Eyjum er ofmetinn.

 

Árni Johnsen hefur enn ekki iðrast gjörða sinna opinberlega. Hann gerði tæknileg mistök!! Nei, hann verður að viðurkenna brot sitt og biðja þjóðina afsökunar. Það er lágmarkskrafa sem kjósendur gera til hans.

 

Hvað með Árna Matt??  Tæplega helmingur vildi að hann leiddi listann, rúm 30% að Árni Johnsen væri í efsta sæti...varla er Mathiesen ráðherraefni lengur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband