Vonlaus staða í borgarstjórn Reykjavíkur

Hef verið í löngu og góðu bloggfríi og veit svo sem ekki hvort ég fari af stað aftur af einhverju viti eða hendi einni og einni færslu inn.  Það kemur í ljós með haustinu. En sá farsi sem boðið er upp á í Reykjavík var nú tilefni til þess að rifja upp lykilorðið.

Ég hef áður skrifað um þann farsa sem nú er í gangi í höfuðborginni og finnst alveg ótrúlega margt líkt með málefnum þeirra og okkar hér í Eyjum á síðasta kjörtímabili.  Vandamálið er að einn maður heldur restinni af borgarstjórninni í gíslingu.  Meðan staðan er slík þá minnkar traust almennings á borgarstjórninni.  Í borgarstjórn Reykjavíkur eru tveir sem kalla má sólóista. Sem geta með einræði sínu haldið heilum flokk með 30-40% fylgi á bak við sig. It's either my way, or the highway !! 

Orðrómur er á kreiki að Ólafur F ætli ekki að láta borgarstjórastólinn af hendi, heldur vilji sitja út kjörtímabilið. Annars mun hann slíta samstarfinu. Kæmi mér satt að segja ekki á óvart... 

Tel nú lag ef borgarfulltrúar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eru að hugsa um borgarbúa fremur en valdabrölt sitt að þau taki Lúðvík Bergvinsson og Arnar Sigurmundsson í Vestmannaeyjum sér til fyrirmyndar.  Leggi gamlar deilur til hliðar borginni til framdráttar og myndi nýjan og sterkan meirihluta sem getur starfað fram að næstu kosningum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband