Klukkaður

Viðbót: Sá á flakki mínu um bloggheima að Gilli Foster var löngu búinn að klukka mig.  Hann er svo öflugur bloggari að þetta var komið neðarlega strax á öðrum degi. Grin Það þýðir því lítið fyrir mig að klukka hann! Veit að það er búið að klukka Magga Braga en ég geri það bara aftur...Veit að hann er upptekinn maður, bæði í stærðfræðinni og ekki síður í undirbúningnum fyrir lundaballið alræmda.

Hinn nýbakaði faðir, knattspyrnuþjálfari, íþróttafréttamaður, kennari, Liverpool aðdáandi og rökfasti Smári Jökull klukkaði mig. Það þýðir að ég þarf að svara nokkrum spurningum.  Ég tek að sjálfsögðu þátt og um leið á ég að klukka einhverja fjóra. Ég valdi að klukka Grétar Ómars, hann er rökfastur eins og Smári en hefur þann leiða galla að halda með Man.Utd. Wink, Þá fær frændi, Guðni Hjöll klukkið. Að lokum klukka ég AusturríkisEyjamanninn Kjartan Vídó.

Svörin mín:

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.

Verkamaður hjá Póst og síma
Kokkur
Blaðamaður
Markaðs- og sölustjóri  Volare

 

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.

Shawshank redemption
Seven
Englar alheimsins
Godfather

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á.
Vestmannaeyjar
Mosfellsbær
Hafnarfjörður
Kópavogur

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
CSI
Friends
Boston Legal
House

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum : 
Holland
Spánn
England
Svíþjóð

 

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg : 
Eyjafréttir
Eyjar.net
newsnow.co.uk/h/Sport/Football/Premier+League/Liverpool
mbl.is

 

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

Barbeque kjúklingur a la Eydís
Pizzur
Kínverskur matur
Voxa borgari hjá Kára Fúsa

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
Les helst ekki bækur nema einu sinni…

Mýrin
DaVinci lykillinn
Blekkingaleikur


 

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka

Gilli Foster
Grétar Ómars
Guðni Hjöll
Kjartan Vídó

 

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna : 
Anfield í Liverpool
Siglufjörður á kvöld
Golfvöllurinn í Eyjum
London

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Vídó

Takk fyrir þetta

Kjartan Vídó, 14.9.2008 kl. 07:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband