Orðlaus

Ég hef ekki skrifað lengi hérna enda má segja að ég hafi verið orðlaus síðasta mánuðinn í öllu þessu fárviðri sem geysar á Íslandi.

Við erum að keyra inn í rosalega lægð í efnahagsmálum. Svo mikla að lífsskjör okkar almennra borgara muni dragast saman, stórlega. Ég er svartsýnn. 

Það er misgáfulegt það sem kemur frá stjórnmálamönnum þessa dagana. Menn tala í hringi og í kross, hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.  Skelfilegt að hlusta á þetta lið. 

En eitt rak ég augun í á vefritinu orðið á götunni.  Þar er vitnað í orð Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu um að við eigum að ganga í Evrópusambandið ekki seinna en strax.  Það er talað um tímamótayfirlýsingu.  Ég spyr, hvað vill hún upp á dekk?  Hún veit ekkert um Íslenskt samfélag, hefur ekki búið hér áratugum saman og veit ekkert út á hvað það gengur að vera Íslendingur í dag. Hvert borgar hún sína skatta? 

Tímamótayfirlýsing ... kjaftæði. Það hefði verið tímamótayfirlýsing hefði Geir H. Haarde sagt þetta, eða Ingibjörg Sólrún sagt að við ættum ekki að ganga Evrópusambandið. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband