Skýringar takk

Hvers vegna fást engin svör frá yfirvöldum um lánið fyrirhugaða frá IMF?

Er ekki eðlilegt að ríkisvaldið skýri þjóðinni frá því hvernig staðan er.  Hvað stendur í vegi fyrir því að lánið sé afgreitt?  Eru Bretar, Hollendingar og jafnvel Þjóðverjar að beita sér gegn lánveitingunni?  Helstu fréttir sem fást um málið koma frá erlendum fjölmiðlum. Eru íslensku fjölmiðlarnir ekki nógu öflugir til að grafast fyrir um málið?

Telja íslensk yfirvöld almenning í landinu of heimskan til að meta þær upplýsingar sem lagðar eru fyrir þjóðina?  Eða of óþroskaða? Jafnvel ekki treystandi til að takast á við slæmar fréttir? Kemur þetta okkur kannski ekkert við?

Hver eru næstu skref og í hverju er verið að vinna núna?

Er málið kannski að ráðamenn eru ráðþrota? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband