Hvaðan koma gjaldeyristekjurnar í dag?

Þetta kemur kannski ekki á óvart miðað við ástandið í þjóðfélaginu. En það er táknrænt fyrir höfuðborgarríkisstjórn S flokkana að fyrsta ákvörðunin um frestun framkvæmda snertir samfélag sem skilar hvað mestum gjaldeyristekjum í ríkissjóð þessa dagana. 

Vestmannaeyjar er eitt sterkasta vígi sjávarútvegs á Íslandi. Hér eru öflugar útgerðir sem hafa byggt upp sín fyrirtæki með því kerfi sem boðið er upp á.  Við búum við það að þjóðin er á hausnum út af bankakerfinu, út af útrásinni.  

Ekki út af fiskveiðikerfinu. 

Verður næsta krafa að innheimta kvótann og dreifa honum aftur? Svona til að klára byggðir eins og Vestmannaeyjar? 

Kannski verður stofnað Útgerðarfélag Reykjavíkur, hætt við byggingu tónlistarhúss á bryggjunni og bátar og skip boðin velkomin aftur, með sína lykt og starfsmenn í sjóstökkum frekar en jakkafötum? 

Nú er nefnilega í tísku að vera á sjó. 

Kíkið á Moggann síðustu vikur, nú eru myndir af sjómönnum og bændum...

Kannski Auðlindin fari að byrja aftur á RÚV

 


mbl.is Gríðarlegt áfall fyrir Eyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru víst byrjaðir aftur með Auðlindina.  Hún byrjaði 12 nóvember. Ætli þeir fari þá ekki að hætta fljótlega með fréttir af markaðnum.

Erlingur Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband