Um 20% niðurfellingu skulda

Framsóknarmenn hafa að undanförnu kynnt hugmyndir sínar um 20% flatan niðurskurð skulda hjá heimilum og fyrirtækjum. Þetta eru athyglisverðar hugmyndir en núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa algjörlega blásið á þær.  Ekki hefur heyrst múkk í þeim hvað ætti frekar að gera.

Verðandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir norðan, Tryggvi Herbertsson tók undir þessar hugmyndir í Kastljósinu í gær. 

Ég hef heyrt töluvert af Samfylkingarfólki ræða um að það ættu ekki allir að fá niðurfellingu, eingöngu þeir sem þyrftu á því að halda. 

Hver þarf á því að halda og hver ekki ?  Hvernig ætlar fólk að mæla það út?  Verður það tekjutengt, eða jafnvel krónutala á skuldum vs laun?  

Lánin hafa hækkað hjá öllum, alveg sama hver staða þeirra var fyrir. Allir hafa minna á milli handanna núna vegna bankahrunsins. 

Hver ætlar að segja okkur hver á skilið niðurfellingu og hver ekki?

Og ef ekki þessi leið, þá hvaða leið og hvað er Samfylkingin og VG tilbúin að láta þjóðina bíða lengi á meðan þau ákveða sig ?

Eins finnst mér alveg magnað að lesa blogg sumra stuðningsmanna þessara flokka að það eigi að undanskilja fyrirtækin í þessu.  Vegna þess að þau vilja ekki niðurfella skuldir á þá sem settu þjóðina á hausinn.  Hvað með öll hin fyrirtækin sem hafa verið rekin á samviskusamlegan hátt og tóku ekki þátt í útrásinni?  Eiga þau að blæða enn meira ? 

Eins og er er þetta besta leiðin sem ég hef heyrt til að koma þjóðfélaginu af stað aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf nú  ekki að hafa mörg orð um þetta, því 20% niðurfelling er tæplega verðbætur á lán síðustu fjögurra ára. Eins ótrúlegt og það er þá virðast stjórnmálamenn og forkólfar verkalíðshreyfingarinnar ætla að þaga þetta þjóðþrifa mál sem er að afnema verðtryggingu lána í hel. Hvaða glóra er í því að hækkun á hrávöru í sameinuðu furstadæmunum skuli hækka lánin okkar að ég tali nú ekki um hækkun á kóka kóla eða stöð tvö. Hvernig væri að stinga á kílinu en ekki að plástra það

G.E (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 14:52

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Hvað með kostnaðinn við þessar tillögur? Hafa Tryggvi Þór eða Framsóknarmenn neglt niður hver hann verður? Þær tölur sem maður hefur heyrt eru allavega þannig að þessi 20% niðurfelling virðist ekki möguleg. Hvað varðar að sumir eigi að fá niðurfellingu en aðrir ekki, þá held ég að ómögulegt sé að finna einhverja línu sem á að skera þar á milli.

En það er alveg ljóst að ríkisstjórnin þarf að koma með einhverja "stóra" lausn í þessu, ef hún er til, því fólkið sem er í mesta vandanum getur ekki beðið mínútunni lengur. Annars geta Sjálfstæðismenn lítið sagt, þeir höfðu tækifærið þegar þeir voru í stjórn en nýttu það ekki - svo einfalt er það.

Þó svo að ríkisstjórnin núverandi hafi sitthvað gert, þá bíða allir eftir trompinu stóra sem vonandi kemur sem fyrst.

Kannski verðtryggingin komi eitthvað þar við sögu ?

Smári Jökull Jónsson, 17.3.2009 kl. 22:29

3 Smámynd: Sigursveinn

Sæll Smári, það væri athyglisvert að heyra hugmyndirnar sem núverandi ríkisstjórn kemur með.  Þú segir að sjálfstæðismenn hafi haft sitt tækifæri þegar þeir voru í stjórn. Sammála þér þar en hvaða flokkur var með þeim í ríkisstjórn þegar hrunið varð og ekkert var að frétta í fimm mánuði?

Sigursveinn , 18.3.2009 kl. 08:16

4 identicon

Rétt hjá þér Sigursveinn, Samfylkingin og VG eru aðalega í því þessa dagana að segja fólkinu í landinu hvað er EKKI hægt að gera, mér líst vel á þessa 20% niðurfellingu og leist ennþá betur á hana þegar stórcanóna eins og Tryggvi Þór kom og útskýrði þetta, virkaði t.d mun betur en "rökin" hjá Árna Pál "þetta er bara ekki hægt", það hefur enginn komið með rök fyrir því afhverju það er ekki hægt, samfylkingafólkið gapir hvert á eftir öðru þessa dagana eins og litlir heilalausir apar um að þetta sé ekki hægt án þess að nefna afhverju, maður skilur kannski betur afhverju þessi flokkur er ekki meira virði en hann er, hvaða fólki dettur í hug að setja fyrrv. Bankamálaráðherra sem sagði af sér þar sem hann svaf á meðan Bankakerfið hrundi í 1.sætið!!!!

Það er ljóst að það verður að leggjast í mikinn kostnað við að koma kerfinu af stað og tapa ekki vel menntuðu fólki úr landinu, það verður á endanum dýrast að gera ekki neitt eins og því miður virðist vera að gerast núna, Samfylkingin veit ekki hvorn fótinn hún á að stíga í (ekki það að það sé nýtt vandamál), ein skoðanakönnun og allur flokkurinn skiptur um skoðun á korteri, flokkurinn gerði ekkert að viti í ríkissstjórninni í þessu 2 ár með sjálfstæðismönnum og heldur áfram að gera ekki neitt.

 VG hefur því miður komið verr út en maður átti von á, drifkrafturinn virðist farinn úr Steingrími og öll þau stóru orð sem hann lét falla áður en hann komst í völdin líta út því miður að vera bara orðin ein.

 Ég held að maður leggist á sveif með Bjössa Bollu og komi nýrri byltingu á stað því ég stórefa að þessi endurnýjun sem fólkið vildi sé fólgin í 30 ára þingmanninum Jóhönnu S. :)

Andri (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 08:21

5 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Við skulum ekki gleyma því að það hafa komið fram aðgerðir frá núverandi ríkisstjórn og sitthvað fleira á eftir að gerast áður en þingstörfum verður hætt. En ég er alveg sammála því að Samfylkingin gæti verið búinn að láta meira til sín taka og ef menn ætla að skjóta þessa tillögu Tryggva og Framsóknarmanna niður, þá er það mjög eðlileg krafa að eitthvað annað komi í staðinn frá ríkisstjórninni.

Ég hef reyndar fulla trú á að svo verði, efast um að þið hafið sömu trú

Smári Jökull Jónsson, 18.3.2009 kl. 10:07

6 identicon

Þetta eru nokkuð skemmtilegar umræður hér varðandi niðurskurð lána. Ég held að Tryggvi Þór sé búinn að hugsa þetta mál betur en svo að hann gaspri bara eitthvað út í loftið. Miðað við þær fullyrðingar hans þá er þetta vel framkvæmanlegt og í raun það eina sem heyrst hefur af einhverju viti. Framsóknarmenn hafa haldið þessu á lofti einnig svo að fleiri hafa skoðað þessa leið. Nema kannski stjórnarflokkarnir.

Fólk getur ekki, nennir ekki og vill ekki bíða eftir kommonum og krötunum að koma með einhverja töfralausn. Þeir eru á móti þessari tillögu einungis vegna þess að hún er ekki úr þeirra smiðju og eru búin að vera í andstöðu svo lengi að þau kunna ekkert annað.

Takk fyrir mig.

Tobbi Villa (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 11:14

7 Smámynd: Sigursveinn

Sammála þér Búkolla, við erum í þessum vandræðum út af mannlegum mistökum. Ég held að það deili enginn um það.  Deilurnar snúast um hverjum er að kenna.  Stjórnmál er ekki það sama og að halda með Liverpool sem við deilum (og erum í svoooo góðu skapi með þessa dagana) heldur er þetta spurning um hvað stjórnmálaflokkarnir hafa fram að færa.  Hingað til hefur það verið Framsóknarflokkurinn sem hefur haldið þessu á lofti.  Aðeins einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur tekið undir þetta.  Þessi leið er því ekki stefna Sjálfstæðisflokksins, frekar en Samfylkingarinnar og VG.  Ég bíð eftir tillögum þessara flokka.  Á meðan svo er, þá styð ég Framsóknarflokkinn í þessu sem og Tryggva sem virðist eiga auðveldara með að skýra þetta en Sigmundur Davíð. 

Þjóðin er hætt að kalla eftir leiðum ríkisstjórnarinnar, hún er farinn að öskra. 

Sigursveinn , 18.3.2009 kl. 15:06

8 identicon

Allar hugmyndir eru góðra gjalda verðar.

Í viðtalinu í kastljósinu var lika talað við konu, frambjóðanda Samfylkingar sem einnig er hagfræðingur. Hún hafði efasemdir um kostnaðinn og áhrifin til langtíma.. Því við Íslendingar höfum ansi mikið hugsað hlutina of stutt í einu. Fram á næsta ársjórðung. Og ekki hefur það reynst okkur gæfulegt.

Lilja Mósesdóttir frambjóðandi VG er líka hagfræðingur og hefur lagt fram tillögu og sínar útfærslur á málinu. Þær má sjá hér http://www.smugan.is/pistlar/penninn/lilja-mosesdottir/nr/1328

Það sem mér skilst að þessum þremur greinir á um er , kostnaðurinn, hverjir fái að njóta niðurfellinga svo sanngjarnt sé og hverjir eigi að borga brúsann og hvernig.

Kynnið ykkur lika aðrar tillögur. Þær gætu komið skemmtilega á óvart ;)

Bestu kveðjur

Jórunn Einarsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband