Bíddu, var ekki verið að tala um kynjakvóta hjá VG?

Af átta efstu í Reykjavík eru sex konur og tveir karlar.  

Finnst athyglisverð þessi hugmyndafræði VG að kynjakvótinn virki bara í aðra áttina.  Alla vega á ekkert að vera að hlusta á einverja svona frasa þegar konurnar hafa tekið völdin. 

Hefði persónulega viljað að Kolbrún og Ari leikari hefðu haft sætaskipti.  Hefði verið skemmtilegri listi...

 


mbl.is Framboðslistar VG tilbúnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Sanna það bara með þessari röðun að þetta eru óttalegir grasbjánar þarna í VG

Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 19.3.2009 kl. 23:45

2 identicon

Þetta er fiministaklíkan í VG sem er orðin of valdamikil og hávær.

Klíkunni finnst í lagi ef hallar á kallana. Það er og á að vera eðlilegt.

Ef konur eru skipaðar í stjórnir nefndir og ráð er það sjálfsagt og ekki umræðuvert né þakkað.

Aftur á móti ef karl fær embætti þá kalla þessar öfgakellingar á fundi til að lýsa vanþóknun sinni á gjörninginn og vilja víta þingflokk og ráðherra síns eigin flokks.

Þær eru jafn slæmar jafnréttismálstaðnum og róninn brennivíninu.

Spái erfiðleikum innan nýs þingflokks vegna þessara mála. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 23:56

3 identicon

Hjá öllum siðuðum flokkum hefði kynjakvóti verið virtur, en greinilega ekki hjá VG.  Af fyrstu 6 sætum (þ.e. 3 efstu í hvoru kjördæmi) er 1 karl maður og 5 konur og af fyrstu 8 sætunum (4 efstu sætin) eru 6 konur og 2 karlmenn.  Ef fyrstu 8 sætin í hvoru kjördæmi eru skoðuð (16 efstu samtals) þá eru 10 konur og 6 karlar.

Að sjálfsögðu átti að færa Kolbrúnu Halldórsd. niður í 4 sæti og Ara upp um 1 sæti og eins að hafa skipti á 5 og 6 sæti í sama kjördæmi.  Þannig væri það gert í öðrum flokkum sama hvort kynið ætti í hlut.

Þetta er ekki jafnrétti.  Hvernig getur Kolbrún Halldórsdóttir sem var í raun hafnað í prófkjörinu, rökstutt þetta.  Eg bíð spenntur.

Jón H (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband