Ábyrgð þingmanna

Eygló Harðar skrifar góða grein sem ég leyfi mér að vitna í hér. Hún er þingmaður og fær engar upplýsingar, nema þær sem hún les í fjölmiðlum, líkt og við hin.  Samt á  hún að taka ákvörðun um að samþykkja Iceslave samninginn eða ekki. 

Hún er beðin um að skrifa upp á óútfylltan tékka sem Íslendingar eiga eftir að borga af næstu áratugina.  Mesta skuldsetning Íslandssögunnar. 

Það er gríðarleg ábyrgð sett á herðarnar á þessum 63 þingmönnum sem þarna sitja.  Fastlega má búast við að allir þingmenn Samfylkingarinnar muni samþykkja þetta möglunarlaust.  Því miður virðist staðan þar vera svipuð og var hjá Sjálfstæðisflokknum þegar Davíð réð þar ríkjum.  Forystunni treyst blint.  Man nú eftir nokkuð mörgum Samfylkingarmönnum sem gagnrýndu það harkalega, hneyksluðust alveg gríðarlega.  

Ég bind vonir við að þingmenn Sjálfstæðisflokks, Borgarahreyfingarinnar og Framsóknar muni öll leggjast gegn samningnum.  Flestir sem hafa kynnt sér samninginn, eða það litla sem fram hefur komið í fjölmiðlum um efni hans eru sammála um að hann er vondur fyrir íslenska þjóð.  Ef þingmenn vilja ekki hafna honum á þeim forsendum þá eiga þau að hafna honum á þeim forsendum að þau vilji ekki samþykkja eitthvað sem þau geta ekki kynnt sér.   Algjör fjarstæða af Steingrími og Jóhönnu að ætlast til þess.  

Þessir miklu boðberar gegnsæi ...

Þetta mun líklega velta á því hvað VG gerir.  Verða þingmenn þar beygðir til hlýðni eða fá þau áfram að hafa sjálfstæða skoðun.  Ætla að vona það síðarnefnda, því þá, þrátt fyrir Ragnar Reykás heilkenni formannsins myndi flokkurinn standa undir nafni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband