Er óánægður með að það skuli aðeins þrjú þúsund manns mæta á samstöðufundinn. Hefði viljað sjá þessa tölu alla vega þrefalda. Enda er verið að reyna að þröngva upp á okkur þrælssaamning sem mun binda okkur í báða fætur næstu áratugina. Og ekki bara okkur, heldur börnin okkar líka.
Reyndar finnst mér að svona fundir eigi að vera um helgar en ekki á virkum dögum. Það býr ennþá stór hluti af þjóðinni úti á landi ef ske kynni að Egill Ólafs og félagar vita það ekki !! Við gætum mætt um helgar en við erum að vinna í miðri viku.
Lygar og ómerkilegheit núverandi ríkisstjórnar varðandi þennan samning eru með ólíkindum. Ég eiginlega átta mig ekki á hvaða málstað Jóhanna og Steingrímur eru að verja. Alla vega ekki minn málstað. Þau tala eins og ekkert annað komi til greina en að samþykkja þennan samning. Og hvað gerist í kjölfarið? HLUSTIÐ á þá sem hafa reynslu af slíkum samningum.
Ég hef það á tilfinningunni að eitthvað meira búi að baki. Við erum ekki búinn að heyra allan sannleikann í málinu. Þess vegna lítur Steingrímur Joð út eins og eymingi í öllum viðtölum, ekki eins og sá vígmóði rauðskeggjaði víkingur sem Íslendingum líkaði svo vel við hér fyrir nokkru.
Aumingja Jóhanna. Þetta er svo erfitt verkefni. Aumingja Jóhanna, hún tekur við á svo erfiðum tímum. Aumingja Jóhanna, hún er í vonlausri stöðu. Aumingja, aumingja, aumingja.
Verður kannski niðurstaðan: Jóhanna aumingi?
![]() |
3000 á samstöðufundi InDefence |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð grein hjá þér staðreindin er sú að Jóhanna er aumingi og það sem meira er að hún er enginn leiðtogi það heirist ekkert í henni nema aumingja ég og það er ekki það sem þjóðin þarf í dag hún þarf hvattningu
Gobbi (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.