Jón Kaldal ritstjóri Fréttablaðsins hefur með reglulega millibili haldið því að þjóðinni í gegnum snepilinn að í raun sé hrunið Íslendingum öllum að kenna en ekki einstaka útrásarvíkingum. Nota bene - ekki þeim sem borga honum laun og halda úti áróðursblaði sér til varnar.
Fljótlega eftir hrunið kenndi hann flatskjám um og nú segir hann þetta þjóðinni að kenna þar sem hún kaus yfir sig frjálshyggjuna. Þetta er viðhorf frænda okkar í Noregi ef marka má orð eins ráðherrans þar. Að við Íslendingar þurfum að bera ábyrgð á þeirri frjálshyggju sem ríkisstjórnir síðustu ára hafa reynt að koma hér á. Sú norska er í systurflokki VG þar í landi og auðvitað er frjálshyggjan ekki hátt skrifuð þar.
Í rauninni held ég að frjálshyggjan sé ekki heldur hátt skrifuð á Íslandi, eðlilega miðað við niðurstöðuna.
Hins vegar neita ég algjörlega að bera ábyrgð á fólki sem ég hef ekkert um að segja. Íslenska ríkið (ég og þú) seldum ríkisbankana. Það má deila um verðið og eigenduna og hvort helmingaskiptareglan var viðhöfð eða hvað þetta kallast allt en bankarnir voru seldir. Þar af leiðandi fluttist ábyrgðin frá gömlu eigendunum (frá mér og þér) til nýrra eigenda (Björgólfsfeðga, Ólafs Ólafs, Finn Ingólfs o.s.frv.)
Alla vega hefði það átt að vera svoleiðis.
Ef fyrirtæki er selt þá ber gamli eigandinn ekki ábyrgð ef sá nýji keyrir það í þrot.
Ábyrgðin væri öll okkar ef bankarnir hefðu verið áfram í ríkiseigu en svo var ekki. Þess vegna neita ég alfarið að taka undir með fyrrnefndum ritstjóra, Þorvaldi Gylfasyni og því miður, ríkisstjórn Íslands.
Við gátum ekki haft áhrif á fjármálastefnu bankanna síðustu árin. Við höfðum ekkert um þá að segja.
Það eru ekki margir sem tala máli okkar sem sitjum uppi með skömmina og skuldirnar. Ekki er það ríkisstjórnin sem setur frekari álögur og kvaðir á fólkið sem enn er ekki flutt úr landi. Ekki er það stjórnarandstaðan sem hefur meiri áhuga á að skora stig með því að klekkja á ríkisstjórninni en að koma með uppbyggilegar hugmyndir fyrir fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu.
Það er helst erlendir aðilar sem hafa kynnt sér málin og snúast til varnar fyrir okkur. Ömurlegt, svo ekki sé meira sagt.
Hrunið var ekki mér að kenna, þó ég eigi flatskjá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 21.8.2009 | 13:50 (breytt kl. 13:51) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 779
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.