Bóndann burt

Þegar aðeins eitt prósent þjóðarinnar lítur á forseta Íslands sem sameiningartákn hljóta menn að fara að kalla á breytingar á Bessastöðum. 

Hef reyndar alltaf verið gagnrýninn á veru Ólafs á Bessastöðum.  Hefur aldrei fundist rétt að hafa svo pólitískan mann í þessari stöðu.  

Hann hefur breytt embættinu mikið.  Þetta friðarsæti í huga Íslendinga er orðið að hápólitísku.  Væri athyglisvert að sjá könnun um viðhorf Íslendinga til embættisins og hvað menn vilja gera með það. 

Ef þetta á að vera eftirlaunastóll fyrir útbrunna pólitíkusa væri betra að leggja það niður að mínu mati. 

Hugsa sér, það líta fleiri Íslendingar á Davíð Oddsson sem sameiningartákn en Ólaf.  

Það hefði nú einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar...


mbl.is Fáir telja forsetann sameiningartákn þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband