Er ekki komið nóg ?

Margra áratuga barátta Eyjamanna hefur nú verið eyðilögð á nokkurra vikna tímabili. 

Fyrir nokkrum árum hófst barátta fyrir því að Herjólfur sigli tvær ferðir á dag, alla daga vikunnar.  Viðbrögðin voru æði misjöfn.  Ég var þá að vinna á Fréttum.  Meira að segja voru hneykslunarraddir innan bæjarstjórnar á þessum kröfum.  Sumir töldu þessar kröfur æði geggjaðar og allt of miklar. Við þyrftum ekkert á öllum þessum ferðum að halda. 

Í dag telst þetta sjálfsagt. Og þá mætir samgönguráðherrann og ætlar að taka af tvær ferðir, tvo daga vikunnar.  Hvað verður næst?  

Mikil barátta var lögð í að fá Flugfélag Íslands til að fljúga milli lands og Eyja.  Var settur á ríkisstyrkur á þeim forsendum að ekki væri verjandi að hafa ríkisstyrk á einni leið (Herjólfi) en ekki annarri.  Nú er sá samningur að renna út og hefur Flugfélagið boðað að þau muni hætta flugi til Eyja.  Þrátt fyrir að þetta sé sú flugleið sem er með mestu aukninguna. 

Þessi ákvörðun mun koma sér gríðarlega illa fyrir fyrirtækið sem ég vinn hjá, Volare.  Ætli við flytjum ekki að meðaltali um 200 pakka í hverjum mánuði með flugi frá Eyjum.  Ef Flugfélagið hættir að fljúga og enginn tekur við þurfum við að endurskoða algjörlega flutningsmátann og jafnvel spurning hvort fyrirtækinu þarf að endurskoða staðsetningu sína?  Við nýtum einnig Íslandspóst en augljóslega eru pakkarnir fljótari á leið sinni til söluráðgjafanna með flugi, hvort sem það er til Reykjavíkur, Akureyri, ísafjörð eða Egilsstaði.  Og söluráðgjafarnir vilja þjónusta viðskiptavini sína fljótt og örugglega og þá er þetta skjótasta og besta leiðin. 

Og til að bæta gráu ofan á svart er nú þegar farið að huga að fækkun ferða í Bakkafjöru og það rúmu hálfu ári áður en siglingar hefjast ! 

Það er með ólíkindum hvað við í Eyjum virðumst fara í taugarnar á samgönguráðherra og hans flokksfélögum.  

Fyrningaleiðin og afnám sjómannaafsláttar eru tvö mál sem hafa miklar afleiðingar í Eyjum og svo skerðing í samgöngumálum.

Sjálfstæði - anyone?

 

 

 


mbl.is Óvíst með fjölda ferða milli lands og Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband