Pörun á þingi

Það var athyglisverð fréttin um það að Samfylkingin hafi leitað til Framsóknarflokksins í Icesave atkvæðagreiðslunni vegna fjarveru Helga Hjörvars.  Framsóknarflokkurinn átti að láta einn sinna þingmanna "skrópa" í atkvæðagreiðsluna til að jafna út fjarveru Helga.  Með þessu var Framsóknarflokkurinn að hafa í heiðri áralanga hefð. Og finnst ekkert athugavert við það.

Halló!

Er það ekki einmitt svona atriði sem menn voru að vonast til að fólk endurskoðaði með "Nýja Íslandi"  Áralöng hefð fyrir bjánaskap er ekki og á ekki að vera ávísun á áframhaldandi bjánaskap. 

Siv Friðleifsdóttir braut lög um þingsköp með því að vera fjarverandi án lögmætrar forfalla.  Og það eru ekki lögmæt forföll að Helgi Hjörvar hafi verið í útlöndum.  

Gunnar Bragi Sveinsson formaður þingflokks framsóknar bendir á hefðir í þessu sambandi og ver þessa vitleysu út í ystu æsar.  Endar svo á að segja að sé þetta ekki fyrir hendi þurfi flokkar að kyrrsetja þingmenn sem annars sinntu mikilvægum erindum í útlöndum.

Ætli Gunnar Bragi viti ekki af því að hann getur kallað inn varamann?  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

Sæll Poolara-þjáningarbróðir!

Ein leiðrétting til að byrja með. Helgi var víst erlendis á vegum þingsins, þannig að foföll hans eru vissulega lögmæt, þó svo að þú viljir ekki meina að svo sé.

En þessi hefð er auðvitað kjánaleg og skiptir auðvitað engu máli þingmaður hvaða flokks á þar í hlut. Hvernig er hægt að færa rök fyrir því að þingmaður sem kjörinn er á þing af fólkinu í landinu til að framfylgja ákveðnum málum, er viljandi látinn sitja hjá til að jafna ekki út valdahlutföll?

Það hlýtur að vera hægt að græja þetta á einhvern annan veg en að "banna" þingmanni að kjósa! Gunnar Bragi minnist á að ekki sé kallaður inn varamaður nema um sé að ræða lengi fjarveru þingmanna, væntanlega vegna kostnaðar. Þá verður bara að breyta reglum þannig að kostnaður af því að kalla inn varamann í 1-2 daga sé ekki það mikill að fólk veigri sér við því að kalla inn varamann.

Smári Jökull Jónsson, 11.12.2009 kl. 14:26

2 Smámynd: Smári Jökull Jónsson

átti að vera "til að jafna út valdahlutföll" :-)

Smári Jökull Jónsson, 11.12.2009 kl. 14:27

3 Smámynd: Sigursveinn

Sæll.  Það er erfitt að vera poolari þessa dagana !!  Er hjartanlega sammála þér varðandi varamanninn.  Ég er ekki að gagnrýna einn flokk frekar en annan.  Ég er að gagnrýna þessa fáránlegu hefð.

Sigursveinn , 12.12.2009 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband