Sá á eyjafréttum að búið væri að afhenda Elliða bæjarstjóra undirskriftalistann. Það voru 434 sem skrifuðu undir. Ég spyr mig hvort þetta muni eitthvað breyta afstöðu bæjaryfirvalda til málsins? Ég leyfi mér að efast um það.
Til þess held ég að undirskriftirnar séu of fáar. Segjum að þau hafi fengið rúmlega helming bæjarbúa, yfir sextán ára aldri til að skrifa undir þá hefði það verið ákveðin pressa. En þetta er engin pressa. Það er bara brosað framan í myndavélarnar, þakkað fyrir og svo fer listinn sína leið.....ofan í skúffu.
Og réttilega. Ekki misskilja mig, mér finnst þetta gott framtak. Ég skrifaði ekki undir enda mín skoðun áður komið fram á þessari síðu. En þetta var gott framtak og takið eftir að listinn er opin í báða enda. Bæði þeir sem eru með Bakkafjöru og á móti gátu með góðri samvisku skrifað undir, vildu þau kjósa á annað borð.
Eigum við þá að snúa okkur að næsta skrefi?
Bloggar | 20.11.2007 | 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þætti gaman að vita hver stendur á bakvið undirskriftarlistann sem nú liggur frammi í verslunum hér í bæ. Þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að láta fara fram kosningu um Bakkafjöru. Sá listann í Vöruval og þar voru nokkrir búnir að skrifa undir.
Hverjir eru sérfræðingarnir sem hrópa hvað hæst gegn Bakkafjöru? Ég hef hitt fólk sem er á móti Bakkafjöru. Eins hef ég hitt fólk sem er fylgjandi Bakkafjöru. En enginn af þeim sem ég hef hitt hefur byggt eina einustu höfn.
Hvar eru þeir sem byggt hafa hafnir á Íslandi? Það voru meira að segja virtir fræðingar sem hrópuðu úlfur, úlfur þegar talað var um Hvalfjarðargöng. Fagmenn sem töluðu um mesta verkfræðislys Íslandssögunnar. Þessir menn þurftu að taka aftur stóru orðin. Þeir sem berjast nú á móti Bakkafjöru hafa enga slíka sérfræðinga með sér í liði. Segir það ekki eitthvað?
Framfarir hafa alltaf verið umdeildar. Menn eru hræddir við það ókunna. Ég get ekki sagt hér og fullyrt að Bakkafjara verði brjálæðisleg bylting fyrir okkur. En ég get heldur ekki sagt að hún verði fáránlegt flopp...Ég treysti einfaldlega á þá sem hafa VIT á því að byggja hafnir.
Ég stend enn við það að við þurfum engar kosningar. Við kláruðum þær í síðustu bæjarstjórnarkosningum.
Eyjamenn hafa síðasta áratuginn verið að spá í bættum samgöngum. Síðustu ár hafa farið í það að skipta Vestmannaeyingum í þrjár fylkingar. Jarðgangasinnar, Bakkafjörusinnar og Þorlákshafnarsinnar. Þegar jarðgöngin voru blásin af skiptust Eyjamenn í tvo hópa. Það er komið nógu langur tími í að bíða og ræða hlutina. Nú er tími framkvæmdanna.....í Bakkafjöru.
Stundum held ég að stór hluti Eyjamanna þjáist af valkvíða...
En það er kannski bara í hugarheimi mínum.
Bloggar | 14.11.2007 | 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Átökum um einn stærsta vinnustað í Vestmannaeyjum er hvergi nærri lokið. Guðmundur Kristjánsson eigandi Brim seafood hefur sótt hart að ná meirihluta en aðrir hluthafar, úr Eyjum hafa viljað halda forræðinu hér í Eyjum og myndað blokk gegn Guðmundi.
Á hluthafafundi í síðustu viku var ákveðið að óska eftir afskráningu í Kauphöll Íslands. Guðmundur sem er enn næststærsti hluthafi félagsins óskaði eftir því að Kauphöllin hafnaði eða frestaði afskráningunni. Guðmundur segir að núverandi eigendur séu lítið fyrir hagræðingu og tæknivæðingu. Guðmundur hefur alla tíð lagt mikla áherslu á að halda Vinnslustöðinni inn í Kauphöllinni. Hvers vegna?
Eins og Binni framkvæmdastjóri VSV bendir á, hvers vegna eru fyrirtæki Guðmundar ekki skráð í Kauphöllinni fyrst það er svona hagkvæmt og nauðsynlegt?
Guðmundur rekur fyrirtækið Brim-seafood sem er með starfstöðvar víða. Hvernig fór fyrir óskabarni Akureyringar, ÚA? Guðmundur keypti það og sameinaði Brim útgerðarfélagi sínu. Vissulega er enn starfsemi á Akureyri en er félagið eins öflugt og það var hér áður?
Þætti gaman að heyra frá einhverjum norðanmanninum um það.
Bloggar | 12.11.2007 | 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir ákvörðun Landsvirkjunar um að selja ekki orku til fleiri virkjana á suðvestur horni landsins er nokkuð ljóst að ekkert verður af hugmyndum um álver við Þorlákshöfn. Hvað þýðir það?
Verður stórskipahöfn blásin af þar? Var álverið ekki forsenda slíkra hugmynda? Það er ljóst að ef hugmyndir hóps Eyjamanna sem vilja frekar hraðskreiðara skip í Þorlákshöfn en Bakkafjöru yrðu að veruleika þýðir það að það þyrfti að fara í verulegar endurbætur í Þorlákshöfn.
Er vilji til þess?
Bakkafjara er alltaf að færast nær og nær okkur. Ég hef svo sem sagt það áður en segi það enn. Við eigum að hætta að berjast innbyrðis, Bakkafjara er það sem koma skal. Einbeitum okkur að því að ná fram byltingu í samgöngumálum. Berjumst fyrir stærð skipsins, fjölda ferða, forræði yfir höfninni og fleiri þáttum í stað þess að berja hausnum við steininn...
Bloggar | 11.11.2007 | 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hver man ekki eftir Andrésar andar blöðunum? Fyrstu blöðin sem ég sá voru á dönsku en maður hló af myndunum. Svo var farið að þýða þetta yfir á íslensku. En ég hélt áfram að hlæja af myndunum.
Ein persónan var frændi Andrésar, Jóakim aðalönd. Forríkur og hafði frændann og synina í vinnu við að passa sína peninga. Þrátt fyrir fjall af seðlum þá fannst honum hann fátækur. Hann svaf ekki af áhyggjum af Bjarnarbófunum. Að þeir gætu hnuplað brotabroti af auðæfum hans.
Mér datt Jóakim aðalönd í hug þegar ég heyrði af vaxtahækkunum bankanna á íbúðarlánum. Bankar sem á þriggja mánaða fresti senda frá sér yfirlýsingar um milljarðahagnað. Þeir eru komnir með íbúðarlánavexti yfir 7%. Það eru venjulegir vextir í mörgum löndum á bankalánum...og það óverðtryggðum í þokkabót!
Bankastjórarnir sofa ekki á nóttinni þar sem þeir halda að almúginn sé að græða á þeim, eða öllu heldur að þeir séu ekki að græða nóg á almúganum.
Það eru þrjú lönd í heiminum sem eru með verðtryggingu á lánum. Ísland, Ísrael og Brasilía!! Eigum við heima á þessum lista?
En hvað getum við gert? Getum við leitað annað? Nei. Við erum bundin af samningi við bankanna. Ef við verslum ekki við þá þá hækka þeir einfaldlega vextina.
Mér skylst að í Danmörku séu húsnæðislánavextir rúmt prósent.
Af hverju erum við í þessari stöðu?
Stjórnmál og samfélag | 8.11.2007 | 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fréttatilkynning bæjaryfirvalda og Vinnslustöðvarinnar um áhuga þeirra á að taka þátt í forvali vegna reksturs Bakkafjöruferju kom mér skemmtilega á óvart. Frábært ef sú yrði raunin að innanbæjarfyrirtæki tæki að sér reksturinn. Þetta er það sem þarf að gera. Berjast fyrir forræði yfir samgöngumálum okkar.
Spurning hvort ríkisvaldið hafi einhvern áhuga á því. Einhvern veginn efast ég um það.
Það er búið að kveikja hörkuumræðu í bænum um Bakkafjöru. Það heyrir maður. Hópur fólks berst gegn Bakkafjöru. Sumir eru harðari en aðrir í þeirri umræðu. Flestir þeir vilja stærra og hraðskreiðara skip í Þorlákshöfn.
Það var athyglisvert sem skólabróðir minn benti á í dag. Ef skipið hefði verið mikið stærra en það er í dag væri búið að vera meira og minna ófært í Þorlákshöfn undanfarna daga. Er það raunin? Hef heyrt nokkrar sögur af hrakförum Herjólfs í Þorlákshöfn.
Kannski verkfræðingunum sé treystandi til að stækka höfnina þar svo hægt sé að sigla stærra skipi inn?
Bloggar | 6.11.2007 | 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokksins er að verða eins og Magnús Þór Hafsteinsson var á síðasta kjörtímabili. "Utanaðkomandi" þingmaður sem sýnir Vestmannaeyjum mestan áhuga. Alla vega hef ég ekki orðið var við Eyjamennina tvo í stjórnarliðinu vera eitthvað að tjá sig um málefni okkar.
Alla vega, Bjarni er í Eyjum. Heldur opinn stjórnmálafund í kvöld. Ætlar að ræða samgöngumál. Hann kom með Herjólfi í dag og var sú raun til þess að hann setur smá færslu inn á heimasíðu sína undir heitinu "rúgbrauð og rjómi í rigningunni"
Fyrrverandi samstarfskona mín, Guðbjörg á Fréttum fær hól frá Bjarna, bæði fyrir rúgbrauðið og rjómann. En hann er eftir sig eftir Herjólfsferðina.
Ekki bara veðrið, heldur líka verðið.
Sjóferðin var líklega ekkert spes, skítaveður.
En þó er það ekki sjóriðan sem sat eftir þegar kom í land, heldur hversu létt pyngjan var. Bjarni segist hafa borgað fjögur þúsund "fyrir að koma einum bíllausum kalli yfir sundið," eins og hann orðar það og segir að lokum: "Dýr tollur fyrir þá sem búa hér..."
Gott að þingmaður er á þessari skoðun...
Bloggar | 30.10.2007 | 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Verð að viðurkenna að ég var feginn þegar dómarinn flautaði af í leik Liverpool og Arsenal í gær. Mínir menn í Liverpool áttu í miklum vandræðum með stórskemmtilegt lið Arsenal. En það sem verra var að tveir leikmenn meiddust illa í leiknum, leikmenn sem við megum illa við að missa.
Xabi Alonso brotnaði aftur og óvíst hvað hann verður lengi frá og Fernando Torres er frá næstu þrjár vikurnar. Þetta er ekki á það bætandi hjá liðinu sem hefur gengið illa undanfarnar vikur.
Liðið er þó enn taplaust í deildinni...
Legg síðan til að tveir leikmenn verði seldir í janúar, Dirk Kuyt og John Arne Riise...
Enski boltinn | 29.10.2007 | 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég fór til Reykjavíkur í gær, tók Herjólf í gærmorgun og aftur til baka í gærkvöldi. Það var skítaveður, haugasjór og fáir um borð.
Við bræðurnir sátum uppi um morguninn og áttum ágætis spjall við skipstjórann um borð. Hann tjáði okkur að búið væri að vera haugasjór í nokkra daga og borið hafi á hræðslu farþega sem og sjóveiki. Það er búið að vera hundleiðinlegt veður, ríkjandi suðvestan átt og mikill sjór. Ferðin upp í Þorlákshöfn var þó skárri en heimferðin í gærkvöldi. oj bara ...
Skipstjórinn blés á hugmyndir um stærra skip til Þorlákshafnar. Höfnin réði ekkert við það og það þyrfti að ráðast í gagngerar endurbætur þar ef sú yrði raunin. Er það Eyjamönnum til framdráttar? Hann talaði líka um að erfitt væri stundum að komast inn í höfnina á núverandi skipi.
Auðvitað er hægt að breyta Þorlákshöfn þannig að hún taki stærra skip. En það yrði bylting fyrir Þorlákshöfn, en hvað með Vestmannaeyjar?
Tók að gamni saman síðasta sólahring á Bakkafjörudufli.
Öldudufl - mælingar Miðað við þessa töflu sem Georg Arnarsson er oft að vitna í hefði verið fært meirihlutann af tímanum. Þá er miðað við 3,6 metra ölduhæð. Þrátt fyrir skítaveður í Eyjum síðustu daga. Það er auðvelt fyrir þá sem styðja Bakkafjöru að finna klukkutíma hér og klukkutíma þar sem er fært. Eins er auðvelt fyrir þá sem eru á móti framkvæmdunum að finna klukkutíma hér og klukkutíma þar. Sérstaklega þegar veðrið hefur verið svona leiðinlegt eins og undanfarna daga. En er ekki málefnalegra að taka mælingarnar í heild sinni (birtist sólahringur í senn) og tala saman út frá því. Veit það ekki...kannski er þetta bara skítkast hjá mér?
|
Bloggar | 25.10.2007 | 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ánægður að sjá þessa frétt. Aukafundur í bæjarráði og lagt fram minnisblað um óskir Vestmannaeyjabæjar gagnvart Bakkafjöruhöfn. Þetta er það sem við þurfum, fara að berjast fyrir tíðni ferða og stærð skipsins. Eins er ég sammála að ekkert vit er í að semja til fimmtán ára.
Athyglisvert að sjá að minnisblaðið sé unnið í samráði við sérfróða aðila, svo sem skipstjórnendur á Herjólfi, reynda skipstjóra og sjómenn í Eyjum, stjórnendur Vestmannaeyjahafnar og fleiri.
Það eru þá ekki allir sjómenn í Eyjum á móti þessari framkvæmd?
Vilja að ný Vestmannaeyjaferja beri 55 bíla og 350 farþega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.10.2007 | 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar