Skoðanakönnun

Jæja, ákvað að nota tæknina sem mbl.is býður upp á og skella hér inn skoðanakönnun. Og um hvað annað ætti ég að spyrja en samgöngumál. Smile

Ég geri mér fulla grein fyrir því að þessar kannanir eru langt frá því að vera marktækar sem eitthvað skoðanamyndandi í umræðu. Ég hef aftur á móti gaman af því að vita hvaða afstöðu fólk sem er að lesa síðuna hjá mér hefur.

En eins vill ég árétta að mín skoðun er sú (og hefur alltaf verið) að samgöngumál í dag og samgöngumál framtíðarinnar eru tvö ólík mál.  Bara svo það sé á hreinu...

Smá viðbót: Ræðan hans Lúðvíks er kominn inn frá því á miðvikudag. Og hann tók undir með Árna að það sé afar mikilvægt er að strax verði reynt að finna nýtt skip. Sagði hann samgöngumálin í ólestri..


Stoltur samgönguráðherra

Það er margt athyglisvert sem kom fram í ræðum þingmanna um samgöngur í gær, miðvikudag á Alþingi. Reyndar vakti það athygli mína hversu fáir þingmenn tóku þar þátt. Hægt er að skoða ræðurnar hér.

Árni Johnsen hóf umræðuna. Talaði hann um verkfælni Vegagerðarinnar og metnaðarleysi stjórnvalda. Eins minntist hann á 12 kílómetra göng Færeyinga. Einhversstaðar hefur það líka komið fram að frændur okkar séu með önnur 25 kílómetra göng á teikniborðinu. Þessi tólf kílómetra göng kostuðu átta milljarða. hmmm...

Bjarni Harðarson, nýr þingmaður Framsóknar í kjördæminu sagðist vissulega hafa áhyggjur af samgöngumálum okkar Eyjamanna en kaus frekar að eyða tíma sínum í ræðustól að tala um sölu eigna á Keflavíkurflugvelli. En þessi tvö mál voru tekin saman til umræðu. Olli mér vonbrigðum, enda er þetta þingmaðurinn sem nýverið sigldi hingað yfir og fannst það bæði langt og dýrt. Bjarni tók það fram að allur morguninn hafi farið í að skoða þessi sölumál og vildi eyða tíma sínum í það. 

Svo var komið að öðrum nýjum þingmanni okkar Eyjamanna og annarra suðurkjördæminga. Grétar Mar Jónsson kom upp. Hann kaus líka að ræða um sölu eignanna á Keflavíkurflugvelli. Ekki svo mikið sem einn stafur um samgöngur við Vestmannaeyjar.  Athyglisvert...

Guðni Ágústsson, einn skemmtilegasti ræðumaður Alþingis var næstur, fyrrverandi landbúnaðarráðherra sem sat í ríkisstjórn tvö kjörtímabil talaði um að það væri sárt og sorglegt hvernig Vestmannaeyingar eru dregnir á asnaeyrunum.  Vildi hann nýtt skip strax.  Gott hjá honum en hann var í stöðu til þess að koma því í gegn, hann er það ekki lengur.

Samgönguráðherrann, Kristján Möller sagði það leitt að til þess skyldi koma að Herjólfur færi í slipp en skipið væri orðið gamalt og farið að bila.  Nefndi hann það að flutningsskipið Selfoss kæmi við í Eyjum á fimmtudag og það ætti nú að redda einhverju.  En ráðherrann endaði á að segja að hann væri stoltur af því sem núverandi ríkisstjórn væri að gera í samgöngumálum Vestmannaeyja. Þar er hann væntanlega að tala um Bakkafjörumálið. Það er gott mál en hvergi er minnst á að bæta úr brýnni þörf á samgöngum í dag.

Steingrímur Joð formaður VG sagði dapurlega komið að samgöngumálum til Eyja. Það þyrfti að bæta úr því, bæði í bráð og lengd. Síðan fór hann að tala um "ekki síður alvarlegt mál" sem var að opinber gögn liggja ekki fyrir Alþingi þegar mál voru til umræðu.  Árni Mathiesen annar tveggja ráðherra Suðurkjördæmis andmælti því en hafði ekki fyrir því að minnast á samgöngumálin okkar.  Kom mér ekki á óvart.

Athyglisverðustu ræðuna flutti hins vegar Atli Gíslason. Hann sagði Vestmannaeyinga hafa verið olnbogabarn, nánast í átthagafjötrum samgönguleysis. Hann sá ástæðu til þess að benda þingmönnum á að Vestmannaeyjar væru eyjasamfélag!!  Ætli það hafi verið þörf á því?

Eins sagði Atli að allar evrópskar og innlendar reglur mæla fyrir um að jaðarbyggðum líkt og Vestmannaeyjar fái sérstaka meðhöndlun. Hann bauðst sjálfur til að fara í ESA og nýta lögfræðikunnáttu sína. "Vestmannaeyjar eru í gíslingu ákvarðanatökuleysis sem jaðarbyggð"

Að endingu sagði Atli að siglingaleiðin milli lands og Eyja væri þjóðleið, alveg eins og samgöngur á vegum landsins og þær eiga að vera ókeypis. "Þetta er þeirra ferðamáti."  Flott ræða hjá Atla, hann fær örugglega nokkur prik hjá Eyjamönnum fyrir þetta.

Lúðvík Bergvins tók síðastur til máls. Ég veit ekki hvað hann talaði um. Ekkert var minnst á hann í fréttum og ræða hans er sú eina sem ekki er tilbúinn inn á vef Alþingis þegar þetta er skrifað.

Það vakti líka athygli mína hverjir tóku ekki til máls.

Björgvin G. Sigurðsson

Kjartan Ólafsson

Árni Mathiesen (ekkert um samgöngumálin)

Björk Guðjónsdóttir

Grétar Mar Jónsson (ekkert um samgöngumálin)

Ætli þessu fólki finnist málið ekki brýnt?

Spyr sá sem ekki veit... 

 


Kviknar ljós ...

Það var kominn tími til að þessi umræða næðist inn á þing. Reyndar hef ég ekki séð þetta, spurning hvort það voru einhverjir aðrir en Árni og Kristján sem tóku þátt í umræðunni?

Kristján segir það bagalegt að skipið hafi þurft að fara í slipp.  Hver voru viðbrögð hans ráðuneytis og stofnana?  Að skilja svoleiðis við þetta að ekkert kom í staðinn. Jú, Selfoss á að sigla hingað á morgun...

Annars var ég að lesa yfir þessar fimm bloggfærslur um fréttina sem voru komnar þegar þetta er skrifað. Það er þetta venjulega, einn talar um fanganýlendu, annar um að flytja alla Eyjamenn bara vestur á firði !!! og sá þriðji telur Eyjamenn ekki með öllum mjalla að ætlast til að fá nýtt skip og Bakkafjöru...

Samgöngur í dag eru í ólestri. Um það snýst málið.  Ekki um Bakkafjöru.

Svo skulum við alveg hafa það á hreinu að það gæti hreinlega verið ódýrara fyrir ríkið að selja núverandi Herjólf og leigja skip þar til Bakkafjara er tilbúinn.  

Ég hef fengið mikil viðbrögð við síðustu færslu um umburðarlyndið.  Heyrist á fólki að það sé orðið langþreytt á ástandinu.   

En hvað er til ráða?

Við getum ekki látið það yfir okkur ganga að þetta sé nógu andskoti gott handa okkur.  Við eigum miklu meira skilið frá þessum háu herrum í höfuðborginni. 

Eyjamenn hafa ekki verið og verða ekki þurfalingar á þjóðinni. 

Við eigum betra skilið.

 

 


mbl.is Nýr Herjólfur nauðsynlegur strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af umburðarlyndi okkar Eyjamanna

Ef lýsa ætti Eyjamönnum í dag yrði lýsingin eitthvað á þessa leið: Með eindæmum skapgott fólk og seinþreytt til vandræða. Þá sjaldan sem það fýkur í Eyjamenn, rennur þeim fljótt reiðin og allt dettur í sama farið.

Í fyrramálið siglir Herjólfur til Þorlákshafnar eftir sinni áætlun en engin ferð er til baka. Skipið siglir til Hafnarfjarðar og fer þar upp í slipp. Það þarf að gera við aðra aðalskrúfuna. Á föstudaginn bilaði hliðarskrúfan. Ég var um borð í þeirri ferð. Fimm klukkustunda ferð, reyndar í fínu sjóveðri. En hvað segir þetta okkur?

Skipið er komið á tíma og er hætt að uppfylla kröfur okkar.

Herjólfur á að koma aftur til siglinga á föstudaginn. Reyndar vita menn að það þarf lítið út af að bregða til þess að sú áætlun standist ekki. Og hvað gerist á meðan?

Ekkert.

Það er ekki gert ráð fyrir að neitt skip komi í staðinn. Eyjamenn verða að treysta á flug fyrir ferðir hér á milli og til að fá nauðsynjarvörur. Í desember...

Hvað er í gangi? 

Við höfum sjaldan haft eins góðan aðgang að ríkisvaldinu og nú, alla vega ættum við að hafa góðan aðgang. Tveir stjórnarþingmenn eru frá Vestmannaeyjum og varaþingmaður Samfylkingarinnar er aðstoðarmaður samgönguráðherra. 

Ekki eitt orð frá þessum mönnum. Hvers vegna?

Það á að vera skýlaus krafa frá okkur að nýtt skip komi strax til siglinga í Þorlákshöfn á meðan beðið er eftir að Bakkafjara verði tilbúinn. Núverandi skip er bæði of lítið og orðið gamalt.

Sjö bæjarfulltrúar í Eyjum, fjórir Sjálfstæðismenn og þrír Samfylkingarmenn. Ríkisstjórnin samanstendur af Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni.  Ef við náum ekki árangri núna þá er eitthvað mikið að.

Búið er að taka ákvörðun um Bakkafjöru. Sama hvað menn segja um þá framkvæmd. En það á enn eftir að leysa samgöngur í dag. Þær eru í ólestri.

Það þýðir ekki að fjölmenna niður á bryggju og flauta. Við þurfum að gera eitthvað róttækt til að ná athygli stjórnarmanna. Ekki virðast „samböndin“ duga.

Frakkar hafa alltaf verið róttækir í sínum aðgerðum þegar þeir vilja ná athygli og framförum.

Þurfum við ekki að líta þangað eftir fyrirmyndum?


Breytingar á mbl.is og femínistaslagur Egils

Er ég einn um það að finnast nýja lúkkið á mbl.is mislukkað?  Kannski þarf maður bara að venjast þessu. Útlitið á síðunni er óþægilega líkt visir.is. 

Egill Helgason er kominn í stríð við feminista. Þær neituðu að mæta í þáttinn hjá honum til að mótmæla skoðunum hans??  Hefði ekki verið eðlilegra að þær hefðu komið í þáttinn og tekið á honum þar? Eg veit að ég er kominn út á hálan ís þegar ég gagnrýni feminista en mér finnst barátta þeirra orðin heldur öfgafull. Það eru nokkrar týpur, öfgatýpur sem skemma fyrir eðlilegri umræðu um jafnréttismál.  


Hrós til handboltaliðsins

Eftir þær hremmingar sem ÍBV liðið í handbolta hefur gengið í gegnum eiga þeir skilið hrós fyrir frábæran karakter sem þeir sýndu á laugardaginn gegn Aftureldingu.  Þeir lentu sex mörkum undir í fyrri hálfleik og oft hefur það nægt til þess að menn missi trúna á verkefninu, sérstaklega í vetur. Liðið hefur oft á tíðum verið algjörlega andlaust í sínum leik þegar á móti hefur blásið.

En allt annað var upp á teningnum núna. Menn sýndu virkilega flottan karakter með því að snúa leiknum sér í hag og í síðari hálfleik mundi maður hversu gaman það getur verið að vera á handboltaleik. Hörkuspenna, dramatík og óvænt úrslit.  Frábært...

Maggi Braga bendir á kirkjuferð hópsins fyrir leik. Kannski hún hafi gert gæfumuninn?  Alla vega var allt annað að sjá til leikmanna, það var barátta í liðinu, og samheldni sem hefur svolítið vantað upp á að mínu mati. Vonandi upphafið af betri tíð.

Sigurinn var ekki síður glæsilegur vegna þeirra staðreyndar að reynsluboltinn Siggi Braga tók út leikbann. Gintaras var ekki með vegna meiðsla og það munar um minna.  Aftur á móti var frábært að sjá nýja leikmanninn, Trotsenko.   Satt að segja leist mér ekkert á blikuna í fyrsta skotinu hjá honum, í gólfið og tæpa þrjá metra yfir !!  En sá kom til, þrátt fyrir að hafa ekkert æft og búinn að ferðast langa leið gerði hann átta mörk. Hann á eftir að styrkja þetta lið.

Með svona baráttu og karakter á ÍBV liðið góðan möguleika á að bjarga sér frá falli.


Ég bað um sófa og þeir keyptu handa mér lampa

Mourinho&BenitezÞetta sagði Rafael Benitez þáverandi stjóri Valencia um eigendur félagsins. Hann fékk ekki það sem hann vildi af leikmönnum í félagsskiptaglugganum. Stuttu síðar hætti hann og var ráðinn til Liverpool.

Nú er spurning hvort hann sé að fara þaðan líka. Alla vega er eitthvað mikið um að vera í herbúðum félagsins. Sem betur fer smitaðist það ekki út á völlinn í gær þar sem Liverpool fór létt með Newcastle.

Hann segir eigenduna (sem eru Bandarískir fyrir þá sem ekki vita) að þeir skilji ekki félagsskiptagluggann.  Þeir átta sig ekki á því hvað það er erfitt að fá leikmenn.

Ég vona að karlinn haldi áfram. Þrátt fyrir allt og allt er liðið betra í ár en það hefur verið undanfarin ár. Ég er sannfærður um það og ef hann heldur áfram sé ég liðið alveg blanda sér í baráttuna við Arsenal, Man.Utd. og Chelsea um meistaratitilinn.

Mourinho hefur verið orðaður við stöðuna verði Benitez látinn fara.  æi, ég veit ekki

Spurning hvort kanarnir kaupi bara ekki sófa handa honum í janúar?

 


Með eða á móti?

Það er nú að æra óstöðugan að svara Georgi Arnarssyni. Hann byrjar á því að gera fólki upp skoðanir, vitnar í persónulegt spjall manna á milli og færir síðan rök út frá því.

Georg skrifaði nýlega stóra og mikla grein um Bakkafjöru og lætur þann sem hér ritar og ritstjóra eyjar.net heyra það. Við erum "stuðningsmenn" Bakkafjöru að hans mati og því fáum við vænan skammt af skömmum.

Ég veit ekki hvað ég þarf að segja það oft til þess að Georg skilji það að ég er hvorki fylgjandi né á móti Bakkafjöru. HINS VEGAR set ég traust mitt frekar á tæknifræðinga sem hafa menntun og reynslu af bryggjusmíði.  Það hefur Georg hvorugt. Þetta hefur margoft komið fram. 

Ég held að ef Bakkafjara gangi upp, þá verði um byltingu að ræða fyrir okkur Eyjamenn. Þetta er mín skoðun, Georg og í guðanna bænum, hafðu það nú rétt eftir héðan í frá. (Úr fyrra bloggi: Framfarir hafa alltaf verið umdeildar. Menn eru hræddir við það ókunna. Ég get ekki sagt hér og fullyrt að Bakkafjara verði brjálæðisleg bylting fyrir okkur. En ég get heldur ekki sagt að hún verði fáránlegt flopp...Ég treysti einfaldlega á þá sem hafa VIT á því að byggja hafnir.)

Að vitna svo í símtal við ritstjórann og halda því fram að Kjartan sé bara meðfylgjandi Bakkafjöru út af stjórnmálaskoðunum er ótrúlega dapurt. Fyrir það fyrsta myndi ég aldrei trúa slíku, enda Kjartan vandaðri en það.  Í öðru lagi, þá er það ekki smekklegt að vitna í tveggja manna tal og gera út á það til þess að "skjóta" á viðkomandi. Svona gerir maður ekki, Georg.

Hins vegar er eitt rétt hjá Georg, ég held því fram að kosið hafi verið um samgöngumál í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Það má vera að það sé "ótrúlega vitlaust" en ég er ekki einn um þessa skoðun. Þetta var eitt af stóru málunum. Tveir listar voru með forgangslista, Göng, Bakkafjara, nýr Herjólfur. Eitt framboð var ekki með slíkt, heldur lagði áherslu á nýtt og hraðskreitt skip í Þorlákshöfn. Það framboð náði ekki inn manni.

Auðvitað er þetta ekki svona einfalt. Það voru fleiri mál á dagskrá. En í svona kosningum, þar sem í meginatriðum framboðin eru sammála eru alltaf tvö til þrjú mál sem skera úr um úrslitin. Í síðustu kosningum voru þetta: 1. samgöngumál, 2. knattspyrnuhús. Ég man ekki hvar Frjálslyndir stóðu í knattspyrnuhúsinu, því miður en V-listinn stóð fast á því að byggja slíkt hús á meðan Sjálfstæðisflokkurinn bakkaði út úr fyrri samþykkt í bæjarstjórn og vildi endurskoða málið. 

Það er ljóst að það verða engar kosningar út af þessu máli í Eyjum. Það væri nær að kjósa um knattspyrnuhús, þar eru það Eyjamenn sem borga. (reyndar mín skoðun að við kjósum fólk á fjögurra ára fresti til að taka slíkar ákvarðanir fyrir okkur, við fáum tækifæri til að láta í ljós skoðanir okkar þá). Þetta mál er komið á fullt. 

Menn verða að fara að sætta sig við það og snúa sér að næstu skrefum. Georg á eins og aðrir Eyjamenn að fara að beita sér fyrir stærð skipsins, forsjá hafnarinnar, að við rekum skipið, hve hátt gjaldið er í skipið, að samgöngur frá Bakka verði í lagi til Reykjavíkur, að ferðatíðnin verði 7-8 ferðir á dag og ef með þarf, að höfnin verði byggð lengra út til þess að lágmarka frátafir.  (Þ.e.a.s ef hann er sammála þessu)

Annars held ég að það sé komið nóg af línum sem fara í rökræður okkar Georgs. Það er ekki gerandi lengur að standa í því. Við Goggi höfum ágætis sátt okkar á milli að vera sammála um að vera ósammála um kvótakerfið. Við hljótum að geta orðið ásáttir um að vera ósammála í þessu máli líka.  

Þá er bara spurning hvort ég verði sparkaður niður á æfingu Lunch Utd á þriðjudag Crying

 

 


Draumadrátturinn

PRO_voetbalalgemeen_GoudenSchoenOpBalÁ sunnudaginn verður dregið í undankeppni HM.  Verður drátturinn í beinni útsendingu hjá RÚV sem er svolítið töff hjá þeim. Var að sjá styrkleikaflokkanna og var að velta fyrir mér hvernig best væri að þetta færi fyrir Óla Jóh og félaga:

 

 

 

Ég myndi vilja sjá þetta fara:

1.       Þýskaland

2.       England

3.       Danmörk

4.       Wales

5.       Ísland

6.       Færeyjar

Ég myndi ekki vilja sjá þetta fara svona:

1.       Króatía

2.       Tyrkland

3.       Úkranía

4.       Makedónía

5.       Ísland

6.       Liechtenstein

Annars stefnir í að baráttan hjá Íslandi verði að detta ekki niður í neðsta styrkleikaflokkinn... Við erum núna með þjóðum eins og Georgíu, Albaníu, Lettlandi og Kasakstan í hóp. Fyrir ofan okkur eru lið eins og Moldóva, Makedónía, Litháen og Kýpur. En við viljum forðast að lenda í flokki með Liechtenstein, Lúxemborg, Andorra og frændum okkar, Færeyingum. Með fullri virðingu fyrir þessum þjóðum.

Horfði á þáttinn á Sýn um íslenska landsliðið. Margt sem vakti athygli þar. Sérstaklega ræða Guðjóns Þórðarsonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara. Hann flakaði KSÍ.  Sagði að það vantaði upp á umgjörðina. Óli Þórðar sagði að þessir peyjar sem væru að koma upp í landsliðið, strákar um tvítugt væru með vöxt þrettán ára gutta. Þeir hefðu ekki lyft litla fingri í vinnu. Eins sagði Rúnar Kristinsson að það vantaði alla samkennd og baráttu í liðið. Þegar hann var að byrja var hann smeykur þegar hann kom inn í klefa, þar sem Atli Eðvalds, Óli Þórðar, Siggi Jóns og fleiri jaxlar voru að berja kraft í hvort annan. Nú situr hver í sínu horni með sitt iPod...

En Geir gagnrýndi fjölmiðla fyrir ófaglega umfjöllun og þá sérstaklega hjá ungum blaðamönnum. Henrý Birgir á Fréttablaðinu kom í viðtal strax á eftir.  Það sauð á honum. Hann gat varla setið kyrr í sætinu, svo brjálaður var hann.  Ég var sammála Henrý, þarna var verið að kasta stein úr glerhúsi.

Annars held ég að Geir og félagar ættu að skoða ensku blöðin þessa dagana. Það sem íslenskir fjölmiðlar skrifa um sitt landslið eru barnabókmenntir við hliðina á bresku pressunni...


Enskir knattspyrnumenn fá langt og gott sumarfrí

carsonL061106_450x366Ef menn vilja líta á björtu hliðarnar þá koma þeir Frank Lampard, Steven Gerrard, John Terry, Rio Ferdinand, Peter Crouch og hinar "stjörnurnar" úthvíldir inn í næsta keppnistímabil á Englandi. Þeir fá langt og gott sumarfrí og geta þakkað varamarkverði Liverpool fyrir. Hugsa sér að varamarkvörður Liverpool sé aðalmarkvörður enska landsliðsins!  Reyndar er hann í láni hjá Aston Villa en samt...

Annars virðast Englendingar líta svo fjandi stórt á sig að þeir fögnuðu ógurlega sigri Ísraels á Rússum sem gaf þeim tækifæri á að komast áfram. Þeir virtust líta á það sem formsatriði að vinna Króatíu. England hefur ekki verið í heimsklassa síðan 1966. Hvert stórmótið á fætur öðru eru vonbrigði og einstaka leikmenn eru þá teknir fyrir í enskum fjölmiðlum og flakaðir. Þeir þurfa alltaf að finna blóraböggul.

Paul Robinsson hefur verið skotmarkið síðustu vikurnar. Það varð úr að McClown (eins og sumir veðmiðlar kalla landsliðsþjálfarann, Steve McClaren) þoldi ekki pressuna og tók hann úr markinu og setti Scott Carson í markið. Líklega djarfasta ákvörðun hans (enda með eindæmum íhaldssamur á mannskap) og um leið sú ákvörðun sem kostar hann starfið.

Hann verður rekinn í dag en hver tekur við?

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband