Mér sýnist ný forysta Framsóknarflokksins taka stefnuna aftur út á land. Hætta þessu smjaðri við borgina og koma til dyranna eins og hann er klæddur. Gott mál. Guðni og Valgerður, bæði sterkir í sínum kjördæmum út á landi. Forystan er farinn úr borginni, á leiðinni aftur út á land.
Það eru tveir stórir borgaraflokkar á Íslandi í dag, sitja saman í ríkisstjórn. Landsbyggðin á sína fulltrúa innan þeirra raða en rödd þeirra er veik. Sóknarfæri framsóknarflokksins liggur í rótum flokksins, úti á landi.
Komið til dyranna eins og þið eruð klædd og þá hækkar fylgið aftur.
Valgerður kjörin varaformaður Framsóknarflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.6.2007 | 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hingað til hef ég ekki heyrt einn einasta talsmann Samfylkingarinnar mæla með að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Fræg er túlkun Ingibjargar Sólrúnar á skoðanakönnuninni um árið. Fyrst sagði hún að ákveðið hlutfall borgarbúa þyrfti að taka þátt til þess að kosningin yrði bindandi. Það gekk ekki eftir en strax og ljóst var að meirihluti þeirra fáu borgarbúa sem áhuga höfðu á kosningunni vildu völlinn burt var kosningin orðin bindandi í huga ISG.
Dagur B. Eggertsson er í borgarpólitík og hefur beitt sér mikið fyrir því að völlurinn fari. Hann sér hagsmuni Reykjavíkur betur borgið þannig. Honum er sama um landsbyggðina, honum kemur það ekki við.
Samfylkingin er borgaraflokkur. Forysta flokksins er úr borginni og mörg þeirra helstu stefnumál snúa að borgarmálum. Þess vegna hefur árangur flokksins á landsbyggðinni verið undir væntingum. Þegar kemur að landsbyggðarmálum þá breytist stefna flokksins eftir vindátt hverju sinni.
Reykjavíkurflugvöllur á að vera þar sem hann er. Fyrir okkur hina, sem ekki búum á höfuðborgarsvæðinu er þetta spurning um sjálfsagða þjónustu og öryggissjónarmið.
Það vill nefnilega svo skemmtilega til að Reykjavík er höfuðborg okkar allra. Ekki bara borgarbúa og þar er byggð upp þjónusta til að þjóna ÖLLUM landsmönnum. Hvort sem um er að ræða opinberar stofnanir eða spítala.
Flugvöllurinn er vel staðsettur þar sem hann er. Stutt er í alla þjónustu og kannski það mikilvægasta, það er stutt upp á Landsspítala. Það getur skipt sköpum.
Það reynir á Kristján Möller núna. Hann er í þeim vanda að þurfa að sannfæra forystu flokksins um ágæti flugvallarins þar sem hann er. Hann þarf að komast framhjá tveimur fyrrverandi borgarstjórum á þeirri leið.
Samfylkingin er í vanda. Það verður seint sátt um Reykjavíkurflugvöll í Samfylkingunni.
Ekki eining innan Samfylkingar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.6.2007 | 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Maður er eiginlega orðlaus eftir rasskellingu íslenska liðsins í Svíþjóð í kvöld. Ekki var þetta á montið í Svíunum bætandi!!
Það verður að segjast eins og er að leikur íslenska liðsins var ekki boðlegur. Mér er alveg sama um stærðarmun á þjóðum eða annað slíkt. Allir þessir peyjar sem þarna voru kunna að spila fótbolta en það var engu líkara í kvöld en þeir væru byrjendur í faginu. Eins og hræddir hérar minnir mig að Hörður Magg hafi sagt. Allt tal um að Ísland hafi tapað leiknum á einhverjum 11 mínútum er hlægilegt. Ísland sá aldrei til sólar.
Menn eru fljótir að öskra á lausnina. Rekum þjálfarann segir Gaupi og ekki gat Hörður leynt vonbrigðum sínum í lýsingunni. Að mörgu leyti er hægt að taka undir þetta. Eyjólfur hefur stýrt liðinu í 9 leikjum. 1 sigur, 1 jafntefli og 7 töp. Varla árangur sem stefnt var að? Eyjólfur er óreyndur þjálfari og viss áhætta að treysta honum fyrir verkefninu en fyrst það var gert, þá á stjórn KSÍ að láta hann klára þessa undankeppni. Þetta getur varla versnað?
Hins vegar segi ég að stór hluti af vandamálinu er KSÍ. Það líður hver landsleikjadagur eftir annan án þess að landsliðið sé kallað saman. Hvers vegna? Fæst ekki lið til að keppa við okkur? Eða er enginn áhugi til þess? Það hlýtur að vera stór hluti af því að vera landsliðsþjálfari að fá leiki til að gera tilraunir, prufa nýja leikmenn og fleira í þeim dúr. Hann á ekki að þurfa að gera tilraunir í leik eins og í kvöld.
Alla vega var Árni Gautur ekki í stuði í kvöld
Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.6.2007 | 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eftir þá hörmung sem landsmönnum var boðið upp á á laugardaginn er ég ekki hissa á að þjálfarinn geri róttækar breytingar. Eina sem ég furða mig á er að Matthías Guðmunds skuli ekki halda sæti sínu í liðinu, fannst hann einna sprækastur á laugardaginn.
En það er eins gott að Árni Gautur verði í stuði í kvöld...
Eyjólfur gerir fimm breytingar fyrir Svíaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.6.2007 | 14:01 (breytt kl. 14:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er gömul saga og ný að menn reyna að klóra yfir eigið klúður með því að benda á aðra. Svo virðist vera raunin varðandi William Gaillard talsmann UEFA. Hann sagði að stuðningsmenn Liverpool væru þeir verstu í Evrópu eftir öryggisklúður sambandsins í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Fjöldi stuðningsmanna félagsins fór til Aþenu með miða en komust síðan ekki inn. Auðvitað urðu þeir illir yfir slíku og ekki bætti úr skák viðbrögð lögreglunnar sem réðist að fólkinu með kylfum. Það er staðreynd að mun fleiri aðdáendur ferðast með enskum liðum í Evrópukeppni en liðum frá öðrum þjóðum. Hvort lið fékk 17 þúsund miða á leikinn. Miðar Liverpool kláruðust strax en AC Milan náði ekki að selja nema hluta af þessum miðum. Liverpool fór fram á að fá fleiri miða en var neitað. Hvers vegna?
Nú er Platini að reyna að draga til baka fyrri yfirlýsingar sambandsins sem hann stjórnar. Þetta er algjört klúður hjá sambandinu.
Ætli Gaillard hafi heyrt minnst á smjörklípuaðferðina?
Platini dregur til baka yfirlýsingar um stuðningsmenn Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.6.2007 | 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Surtsey er einhver merkilegasti staður á landinu. Þar hafa vísindamenn skoðað þróun lífríkis síðustu 40 árin. Á síðasta ári var ákveðið að setja á stofn Surtseyjarstofu hér í Eyjum. Reyndar ekki enn orðið að veruleika en hef trú á að málið verði klárað fyrr en seinna.
Það er vel við hæfi að benda á frábærar myndir Sigurgeirs ljósmyndara í Eyjum frá gosinu.
40 ár frá lokum Surtseyjargossins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.6.2007 | 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það ætlar ekki af frændum okkur að ganga. Fyrst berast fréttir af áhugaleysi karlpeningsins á bólfimi, síðan ræðst danskur áhorfandi á dómara í leik gegn erkifjendunum í Svíþjóð og dómarinn flautar leikinn af og Danir tapa þar með nær örugglega af sæti í úrslitakeppninni og nú eru sjóræningjar að herja á danskt flutningaskip. Danir í fréttunum af öllum röngum ástæðum.
Engar fréttir af dönsku skipi sem rænt var við Sómalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.6.2007 | 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta eru vondar fréttir fyrir okkur Eyjamenn. Ef lundastofninn er í slíku ástandi ber að gera eitthvað. Það er þó vitað að það er ekki veiðin sem er að valda þessu, enda örlítið brot af stofninum sem lendir í háfum Eyjamanna ár hvert.
Sandsilið virðist vera horfið og maður spyr sig hvað veldur. Ein tilgátan í fyrra var að þetta væri vegna hlýnunar sjávar. Ég veit það ekki en eitt af séreinkennum Eyjamanna er þessi veiði og gaman að fylgjast með eldri veiðimönnum sem yngjast upp 1. júlí þegar lundaveiðitímabilið hefst. Sjálfur dvaldi ég ófáa dagana þegar ég var yngri út í Elliðaey.
Það var svakalega gaman.
Lundinn er líka bara svo fjandi góður. Bestur reyktur. Ég var að tala áðan við félaga minn sem var um borð í Herjólfi. Hann hafði á orði að aldrei hafi hann séð svona marga lunda í sjónum eins og í morgun. Kannski er hann bara seinna á ferð en venjulega? Hver veit?
En ef allt bregður, verður þá ekki að fresta Þjóðhátíðinni?
Bannað að veiða lunda? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.6.2007 | 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef alltaf verið fylgjandi kvótakerfinu í heild sinni en það hefur sína galla. Einn stærsti galli kerfisins er brottkastið. Það er stórt vandamál þó líklega séu flestir útgerðarmenn ábyrgir í sínum rekstri. En margoft höfum við heyrt fréttir af brottkasti sem hlýtur að veikja þá stofna sem um ræðir.
Nú er þorskstofninn í mikilli lægð og spurning hvað veldur. Brottkastið? Væri gaman að heyra sjómenn tjá sig um það. Verður ekki að efla Fiskistofu enn frekar og ráða eftirlitsmenn um borð í alla stóra báta á Íslandsmiðum sem eru á bolfiskveiðum? Brottkastið hlýtur að minnka við það...
Sjávarútvegsráðherra: Þurfum að ræða málin af yfirvegun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.6.2007 | 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það vita líklega flestir hvern er verið að ræða um enda tók visir.is þá ákvörðun að birta nafn hans. Ég spyr mig þó hvers vegna það er gert í þessu tilviki en ekki öðrum? Maðurinn var frægur fyrir nokkrum misserum. Ef þú til dæmis álpast til að slá í gegn á einhverjum tímapunkti í lífi þínu, ertu þá þjóðareign? Réttlætir "15 mínútna frægð" það að þú sért nafngreindur ef þú misstígur þig seinna meir?
Finnst þetta ekki alveg rétt...
Tekinn með 2 kíló af fíkniefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.6.2007 | 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar