Það eru nú fleiri öflug sjávarútvegsfyrirtæki en Vinnslustöðin í Eyjum. Hér er Ísfélagið og líka fjöldi öflugra einkaútgerða. Hef eflst í þeirri trú samt sem áður að Vinnslustöðin verði áfram í eigu Eyjamanna. Lífeyrissjóðurinn ætlar ekki að selja.
Þó svo illa færi að Vinnslustöðin lenti í höndunum á bræðrunum frá Rif, þá er það ekki dauðadómur fyrir byggð í Eyjum. Aftur á móti myndi það þýða að við horfðum fram á áframhaldandi fólksflótta, flótta sem hefur hægt á síðustu misseri.
Sumarbústaðabyggð ef Vinnslustöðin hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.6.2007 | 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvers vegna ætti Kaupás að selja tímarit sem gefið er út af keppinautum þeirra á markaði, Baug? Er verslunum ekki heimilt að selja það sem þeim sýnist. Snýst þetta ekki um framboð og eftirspurn?
Hef enga trú á því að Kaupás sé að reyna að gera Gunnari Birgissyni einhvern greiða. Alla vega væri það slíkur bjarnargreiði að það hálfa væri nóg. Alla vega hlýtur Reynir Trausta að vera ánægður með þá miklu ókeypis auglýsingu sem tímaritið hefur fengið í dag.
Ísafold úthýst úr verslunum Kaupáss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.6.2007 | 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að lesa athyglisverða grein eftir formann Drífanda, stéttarfélagsins í Eyjum og frambjóðanda Frjálslynda í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Fyrirsögnin er Tyrkjarán nútímans!!
Svolítið ýkt en ég held að Eyjamenn geri sér fulla grein fyrir því að ef Vinnslustöðin verður seld þá mun forræðið yfir stórum hluta kvótans færast á Rif. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við sjáum hvað hefur gerst á mörgum stöðum á landsbyggðinni. Samherji stundaði þessa iðju í mörg ár. Þeir keyptu upp litlu fyrirtækin á litlu stöðunum. Hvernig er staðan í þeim byggðarlögum núna?
Frægasta dæmið er líklega með Gugguna á Ísafirði.
Binni sagði réttilega í fréttum í gær að boltinn er hjá Eyjamönnum. Þeir eiga meirihluta og þeim er í sjálfsvald sett hvort selt verður eða ekki.
Nú reynir á...
Græðgistilboð" í Vinnslustöðina veldur kvíða í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.6.2007 | 08:50 (breytt kl. 08:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég verð að viðurkenna að ég er voðalega hissa á hversu rýr hlutur varaformanns Samfylkingarinnar er í úthlutun gæðinganna í ríkisstjórn. Það er varla svona rosalega mikið að gera að "efla innra starf" flokksins að hann hafi ekki tíma til að sinna einni af lykilnefndum þingsins, fyrst hann varð ekki ráðherra.
Er Ágústi Ólafi ekki treyst af formanninum?
Gunnar verður formaður fjárlaganefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.5.2007 | 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta eru slæmar fréttir fyrir Eyjamenn. Að Guðmundur ætli sér að yfirtaka rekstur Vinnslustöðvarinnar er stórhættulegt fyrir atvinnumál í Eyjum. Það muna allir hvernig fór fyrir Útgerðarfélag Akureyrar. Slíkt hið sama má ekki gerast í Eyjum.
Nú vona ég að Binni og félagar spyrni við fótum og klári málið þó vissulega sé erfitt að standast slíkt risatilboð. Ef forræði Vinnslustöðvarinnar fer frá Eyjum mun þetta samfélag sem byggir svo mikið á sjávarútvegi veikjast mjög.
Svipuð staða kom upp fyrir nokkrum árum þegar aðilar tengdu olíufélagi í samráðsgeiranum reyndu að ná yfirtökum í Vinnslustöðinni. Þá kom hópur Eyjamanna og lagði umtalsverða fjármuni í félagið til að halda forræðinu í Eyjum. Sami hópur og nú hefur gert yfirtökutilboð í félagið.
Nú reynir á ...
Leggja fram 85% hærra tilboð í Vinnslustöðina en heimamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.5.2007 | 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég var ánægður með að Kristján Möller skyldi fá samgönguráðuneytið. Landsbyggðarmaður sem skilur þörfina fyrir bættum samgöngum á landsbyggðinni. Nú hefur hann ráðið Róbert Marshall sem aðstoðarmann. Því hljóta Eyjamenn að fagna, sérstaklega þar sem stórar ákvarðanir varðandi samgöngumál í Eyjum eru á næsta leyti.
Róbert skilur stöðuna í Eyjum. Marshall aðstoðin er komin, verða það göng eða Bakkafjara?
Róbert Marshall verður aðstoðarmaður samgönguráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.5.2007 | 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég reyki og hef stundað þann ósóma allt of lengi. Á morgun verður bannað að reykja á veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi. Ég held að það muni ekkert trufla mig of mikið í sjálfu sér. Ég óttast bara hvað fylgir í kjölfarið. Verður bannað að reykja á opinberum vettvangi? Úti á götu?
Hef alltaf verið svolítið skeptískur á boð og bönn. Af hverju mega veitingamenn ekki gefa sig út fyrir að vera reyk/ eða reyklausir staðir? Val þess sem leggur sitt undir. Sína peninga? Svona bann er svolítið kommúnískt í eðli sínu. Ríkið veit best hvað þegnunum er fyrir bestu...
En danski uppfinningamaðurinn er kannski að redda Kormák og félögum í veitingabransanum. Það er varla hægt að banna reyklausar sígarettur?
Reyklausar sígarettur væntanlegar í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.5.2007 | 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú hefur ákvörðun um að hætta með meistaraflokkslið kvenna í handbolta verið kynnt. Það er hátt fallið hjá ÍBV, frá því að vera Íslandsmeistari í fyrra í það að ná ekki í lið. Reyndar afskaplega langt frá því að ná í lið.
Fyrir nokkrum árum var kvennalið ÍBV í knattspyrnu lagt niður. Þá var talað um tímabundið ástand. Sömu rök eru núna, sagt að jafnvel á næsta ári horfi til betri vegar. Ég vona það en staðreyndin er sú að ekkert hefur enn ræst úr fótboltanum.
Þessi ákvörðun kemur hins vegar ekkert á óvart. Það hefur legið fyrir að það var aðeins tímaspursmál hvenær þetta gerðist. Liðið hefur verið vængbrotið í nokkur ár, meira að segja árið sem liðið var síðast Íslandsmeistarar. Síðasta tímabil var þó öllu verra. Ekki náðist að manna varamannabekkinn þó leitað væri alveg niður í 4. flokk eftir leikmönnum. Undir það síðasta var leikstjórnandi 4. flokks farin að stjórna sóknarleik meistaraflokks.
Þessu hefur verið haldið gangandi af Hlyn Sigmarssyni. Hann gerði það af einskærum áhuga og þrjósku. Nú er hann hættur og ákvörðun tekin um að einblína á karlaliðið á næsta ári. Skynsamleg ákvörðun að mínu mati. Fyrir hvern er verið að halda út liði? Það hlýtur að vera fyrir leikmennina og þá sem hafa áhuga á að æfa íþróttina. Ef engin hefur áhuga, þá er þessu sjálfhætt.
Vonum bara að áhuginn glæðist þegar fram líða stundir...
ÍBV ekki með lið í meistaraflokki kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.5.2007 | 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessar fréttir af aðbúnaði Portúgala á Kárahnjúkum hafa ollið mér hugarangri. Erum við virkilega að styðja við bakið á fyrirtæki sem stundar það að mismuna fólki eftir þjóðerni? Að Ítalir séu merkilegri pappír en Portúgalar? Að Íslendingar hafi meiri rétt en Kínverjar sem hér vinna?
Þetta kemur manni svo sem ekki í opna skjöldu en íslensk yfirvöld ættu að vera löngu búnir að koma í veg fyrir slíkt. Vísbendingar hafa verið til staðar. Það hefur vantað aðgerðir.
Ég hef alla tíð stutt uppbyggingu fyrir austan og hef gefið lítið fyrir umhverfissjónarmið enda tel ég þau lítilvæg við hliðina á mikilvægi uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Við lifum jú ekki á því að horfa á fjöllin eða tína fjallagrös. Hins vegar hljótum við að spyrja hvort Ísland vilji vera þekkt fyrir að leyfa fyrirtækjum að níðast á starfsmönnum sínum. Nei, nú vantar aðgerðir.
Vildi ekki leika hetju" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.5.2007 | 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, loks þegar maður hefur náð að jafna sig á ósanngjörnu tapi minna manna í Aþenu í síðustu viku getur maður litið til næsta tímabils. Síðustu ár hafa Liverpool aðdáendur eins og ég hlakkað til sumarsins, vissir um að nú sé tími stórveldisins runnin upp og ekkert keypt nema stórstjörnur.
Veruleikinn er hins vegar sá að Liverpool hefur ekki getað keppt við stærstu klúbba Evrópu um bestu leikmennina og því fengið það "næstbesta" eða þannig. Eftir kaup Ameríkananna á klúbbnum gætu hlutirnir breyst. Alla vega virðist Liverpool ætla að keppa um knattspyrnumann ársins í frönsku deildinni, Florent Malouda.
Kannski er okkar tími kominn (eins og Jóhönnu?)
Benítez sagður ætla að bjóða í Malouda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 29.5.2007 | 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar