Færsluflokkur: Bloggar
Eftir þá hörmung sem landsmönnum var boðið upp á á laugardaginn er ég ekki hissa á að þjálfarinn geri róttækar breytingar. Eina sem ég furða mig á er að Matthías Guðmunds skuli ekki halda sæti sínu í liðinu, fannst hann einna sprækastur á laugardaginn.
En það er eins gott að Árni Gautur verði í stuði í kvöld...
Eyjólfur gerir fimm breytingar fyrir Svíaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.6.2007 | 14:01 (breytt kl. 14:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er gömul saga og ný að menn reyna að klóra yfir eigið klúður með því að benda á aðra. Svo virðist vera raunin varðandi William Gaillard talsmann UEFA. Hann sagði að stuðningsmenn Liverpool væru þeir verstu í Evrópu eftir öryggisklúður sambandsins í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
Fjöldi stuðningsmanna félagsins fór til Aþenu með miða en komust síðan ekki inn. Auðvitað urðu þeir illir yfir slíku og ekki bætti úr skák viðbrögð lögreglunnar sem réðist að fólkinu með kylfum. Það er staðreynd að mun fleiri aðdáendur ferðast með enskum liðum í Evrópukeppni en liðum frá öðrum þjóðum. Hvort lið fékk 17 þúsund miða á leikinn. Miðar Liverpool kláruðust strax en AC Milan náði ekki að selja nema hluta af þessum miðum. Liverpool fór fram á að fá fleiri miða en var neitað. Hvers vegna?
Nú er Platini að reyna að draga til baka fyrri yfirlýsingar sambandsins sem hann stjórnar. Þetta er algjört klúður hjá sambandinu.
Ætli Gaillard hafi heyrt minnst á smjörklípuaðferðina?
Platini dregur til baka yfirlýsingar um stuðningsmenn Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 6.6.2007 | 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Surtsey er einhver merkilegasti staður á landinu. Þar hafa vísindamenn skoðað þróun lífríkis síðustu 40 árin. Á síðasta ári var ákveðið að setja á stofn Surtseyjarstofu hér í Eyjum. Reyndar ekki enn orðið að veruleika en hef trú á að málið verði klárað fyrr en seinna.
Það er vel við hæfi að benda á frábærar myndir Sigurgeirs ljósmyndara í Eyjum frá gosinu.
40 ár frá lokum Surtseyjargossins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 5.6.2007 | 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það ætlar ekki af frændum okkur að ganga. Fyrst berast fréttir af áhugaleysi karlpeningsins á bólfimi, síðan ræðst danskur áhorfandi á dómara í leik gegn erkifjendunum í Svíþjóð og dómarinn flautar leikinn af og Danir tapa þar með nær örugglega af sæti í úrslitakeppninni og nú eru sjóræningjar að herja á danskt flutningaskip. Danir í fréttunum af öllum röngum ástæðum.
Engar fréttir af dönsku skipi sem rænt var við Sómalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.6.2007 | 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta eru vondar fréttir fyrir okkur Eyjamenn. Ef lundastofninn er í slíku ástandi ber að gera eitthvað. Það er þó vitað að það er ekki veiðin sem er að valda þessu, enda örlítið brot af stofninum sem lendir í háfum Eyjamanna ár hvert.
Sandsilið virðist vera horfið og maður spyr sig hvað veldur. Ein tilgátan í fyrra var að þetta væri vegna hlýnunar sjávar. Ég veit það ekki en eitt af séreinkennum Eyjamanna er þessi veiði og gaman að fylgjast með eldri veiðimönnum sem yngjast upp 1. júlí þegar lundaveiðitímabilið hefst. Sjálfur dvaldi ég ófáa dagana þegar ég var yngri út í Elliðaey.
Það var svakalega gaman.
Lundinn er líka bara svo fjandi góður. Bestur reyktur. Ég var að tala áðan við félaga minn sem var um borð í Herjólfi. Hann hafði á orði að aldrei hafi hann séð svona marga lunda í sjónum eins og í morgun. Kannski er hann bara seinna á ferð en venjulega? Hver veit?
En ef allt bregður, verður þá ekki að fresta Þjóðhátíðinni?
Bannað að veiða lunda? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.6.2007 | 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef alltaf verið fylgjandi kvótakerfinu í heild sinni en það hefur sína galla. Einn stærsti galli kerfisins er brottkastið. Það er stórt vandamál þó líklega séu flestir útgerðarmenn ábyrgir í sínum rekstri. En margoft höfum við heyrt fréttir af brottkasti sem hlýtur að veikja þá stofna sem um ræðir.
Nú er þorskstofninn í mikilli lægð og spurning hvað veldur. Brottkastið? Væri gaman að heyra sjómenn tjá sig um það. Verður ekki að efla Fiskistofu enn frekar og ráða eftirlitsmenn um borð í alla stóra báta á Íslandsmiðum sem eru á bolfiskveiðum? Brottkastið hlýtur að minnka við það...
Sjávarútvegsráðherra: Þurfum að ræða málin af yfirvegun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.6.2007 | 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það vita líklega flestir hvern er verið að ræða um enda tók visir.is þá ákvörðun að birta nafn hans. Ég spyr mig þó hvers vegna það er gert í þessu tilviki en ekki öðrum? Maðurinn var frægur fyrir nokkrum misserum. Ef þú til dæmis álpast til að slá í gegn á einhverjum tímapunkti í lífi þínu, ertu þá þjóðareign? Réttlætir "15 mínútna frægð" það að þú sért nafngreindur ef þú misstígur þig seinna meir?
Finnst þetta ekki alveg rétt...
Tekinn með 2 kíló af fíkniefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.6.2007 | 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það eru nú fleiri öflug sjávarútvegsfyrirtæki en Vinnslustöðin í Eyjum. Hér er Ísfélagið og líka fjöldi öflugra einkaútgerða. Hef eflst í þeirri trú samt sem áður að Vinnslustöðin verði áfram í eigu Eyjamanna. Lífeyrissjóðurinn ætlar ekki að selja.
Þó svo illa færi að Vinnslustöðin lenti í höndunum á bræðrunum frá Rif, þá er það ekki dauðadómur fyrir byggð í Eyjum. Aftur á móti myndi það þýða að við horfðum fram á áframhaldandi fólksflótta, flótta sem hefur hægt á síðustu misseri.
Sumarbústaðabyggð ef Vinnslustöðin hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 2.6.2007 | 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvers vegna ætti Kaupás að selja tímarit sem gefið er út af keppinautum þeirra á markaði, Baug? Er verslunum ekki heimilt að selja það sem þeim sýnist. Snýst þetta ekki um framboð og eftirspurn?
Hef enga trú á því að Kaupás sé að reyna að gera Gunnari Birgissyni einhvern greiða. Alla vega væri það slíkur bjarnargreiði að það hálfa væri nóg. Alla vega hlýtur Reynir Trausta að vera ánægður með þá miklu ókeypis auglýsingu sem tímaritið hefur fengið í dag.
Ísafold úthýst úr verslunum Kaupáss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.6.2007 | 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að lesa athyglisverða grein eftir formann Drífanda, stéttarfélagsins í Eyjum og frambjóðanda Frjálslynda í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Fyrirsögnin er Tyrkjarán nútímans!!
Svolítið ýkt en ég held að Eyjamenn geri sér fulla grein fyrir því að ef Vinnslustöðin verður seld þá mun forræðið yfir stórum hluta kvótans færast á Rif. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við sjáum hvað hefur gerst á mörgum stöðum á landsbyggðinni. Samherji stundaði þessa iðju í mörg ár. Þeir keyptu upp litlu fyrirtækin á litlu stöðunum. Hvernig er staðan í þeim byggðarlögum núna?
Frægasta dæmið er líklega með Gugguna á Ísafirði.
Binni sagði réttilega í fréttum í gær að boltinn er hjá Eyjamönnum. Þeir eiga meirihluta og þeim er í sjálfsvald sett hvort selt verður eða ekki.
Nú reynir á...
Græðgistilboð" í Vinnslustöðina veldur kvíða í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 1.6.2007 | 08:50 (breytt kl. 08:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Heimsótt reglulega
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar